Umsóknarfrestur um menningarstyrki að renna út
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
14.09.2011
kl. 09.45
Menningarráð Norðurlands vestra vill vekja athygli á því að umsóknarfrestur um verkefnastyrki til menningarstarfs rennur út á morgun, fimmtudaginn 15. september 2011.
Tekið er við umsóknum til miðnættis þann dag.
Auglýsingin var send á öll heimili og fyrirtæki þann 25. ágúst síðastliðinn, hana má sjá hér: Auglýsing um verkefnastyrki.