Upptaka af sýndarréttarhöldum í máli sakborninga í Illugastaðamorðunum aðgengileg á vefnum

Frá sýndarréttarhöldunum á Hvammstanga í september 2017. Mynd:Vigdís Hauksdóttir.
Frá sýndarréttarhöldunum á Hvammstanga í september 2017. Mynd:Vigdís Hauksdóttir.

Nú má nálgast upptöku af af „nýjum réttarhöldum“ í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttir sem dóm hlutu í hinum svo kölluðu Illugastaðamálum. Voru Friðrik og Agnes dæmd til dauða fyrir morðin á Nathani Ketilssyni og Pétri Jónssyni og hálshöggvin á Þrístöpum 12. janúar 1830 en Sigríður send í ævilanga fangelsisvist í Kaupmannahöfn. Frá þessu segir á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Það var Lögfræðingafélag Íslands stóð fyrir sýndarréttahöldunum þann 9. september 2017 og voru þau haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Fékk félagið fékk til liðs við sig einvala lið lögfræðinga sem sóttu, vörðu og dæmdu málið upp á nýtt og tvo leikara sem lásu upp úr málsskjölum.

Þátttakendur voru: Jónína Sigrún Lárusdóttir, formaður Lögfræðingafélags Íslands, sem var kynnir. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, sótti málið. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður, varði Agnesi og Sigríði. Gestur Jónsson, lögmaður, varði Friðrik. Ingibjörg Benediktsdóttir, fv. hæstaréttardómari, var forseti dómsins en með henni dæmdu Kolbrún Sævarsdóttir, héraðsdómari, og Davíð Þór Björgvinsson, Landsréttardómari og f.v. dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. Leikararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Jóhann Sigurðarson lásu úr dómskjölum. Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og frkvstj. Lögfræðingafélags Íslands, bjó málið undir flutning og sá um framkvæmd. 

Lögfræðingafélag Íslands og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra styrktu upptöku sýndarréttarhaldanna en Landmark kvikmyndagerð sá um upptöku. 

Upptöku af réttarhöldunum í heild sinni er að finna hér.

Fréttir af sýndarréttarhöldum:

Agnes og Friðrik dæmd að nýju í haust
Réttað í 200 ára gömlu morðmáli,
Agnes hlaut fjórtán ára fangelsisdóm

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir