Úthlutað úr smávirkjanasjóði

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldinn var sl. þriðjudag, var lagt fram minnisblað fagráðs Smávirkjanasjóðs SSNV vegna úthlutunar úr skrefi 2 sem snýr að mati á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaði. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í september síðastliðnum og rann umsóknarfrestur út 30. október.

Þrjár umsóknir bárust fyrir fjóra virkjunarkosti og voru veittir styrkir til tveggja virkjunarkosta í Stóru-Giljá, tvær milljónir fyrir virkjunarkostina tvo, og til Skagavirkjunar, tvær milljónir. Þriðja umsóknin uppfyllti ekki matsreglur sjóðsins um skref 2 og var því hafnað.

Fagráðið skipuðu þau Erla Björk Þorgeirsdóttir, formaður, Þórey Edda Elísdóttir og Kristján Óttar Eymundsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir