Útivistarhópur í rafting
Útivistahópur FNV lagði vatn undir bát í síðustu viku og brunaði í blíðskaparveðri á gúmmíbátum niður Jökulsá vestari.
Fram kemur á heimasíðu FNV að það hafi verið látið vaða á súðum og öllum helstu flúðum í ánni gerð góð skil. Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér hið besta og flestir létu sig vaða fram að klettinum ofan í ólgandi jökulsána.