Vaxtarsamningur kynnir styrktarverkefni sín

Á næstu vikum er ætlunin að nota vef Vaxtarsamnings Norðurlands vestra, www.vnv.is  til að vekja athygli á verkefnum þeim, er hann hefur lagt lið frá því að hann tók til starfa um mitt ár 2008.

Í langflestum tilvikum er hér um að ræða frumkvöðlastarf, ýmist á vettvangi ferðaþjónustu og menningar, eða menntunar og rannsókna, og við hvetjum ykkur til að gefa gaum að þessum verkefnum og því góða starfi sem þar er unnið.

Fyrsta verkefnið sem við kynnum nefnist Hýruspor. Á næstunni reiknum við með að draga fram eitt nýtt verkefni á viku, eða því sem næst. Vef Vaxtarsamnings má sjá hér.

Fleiri fréttir