Vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður

Mynd af Facebook úr safni Lögreglunnar á Norðurlandi vestra
Mynd af Facebook úr safni Lögreglunnar á Norðurlandi vestra
Þjóðveginum um Holtavörðuheiði var lokað skömmu fyrir klukkan hálf fjögur í dag eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Þar er mikil hálka er og nokkuð hvasst sem gert hefur ökumönnum erfitt fyrir. Vegurinn er enn lokaður þegar þetta er ritað.
 

Í frétt á vef RUV segir að vörubíll og hestaflutningabílar hafi farið út af veginum í hálkunni og fóru starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvang til aðstoðar þeim bílstjórum sem eru í vanda. 

Víða er leiðindaveður á Norðurlandi og er krap eða snjóþekja og éljagangur á flestum vegum í Húnavatnssýslu, svo og á Þverárfjalli, í Blönduhlíð og á Öxnadalsheiði þar sem einnig er skafrenningur og hvassviðri. Þá er krap eða snjóþekja og snjókoma á Siglufjarðarvegi utan við Ketilás. Hálka er á fleistum leiðum í Skagafirði.

Sjá nánar á vegagerdin.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir