Víða hálkublettir á Norðurlandi vestra

Á Norðurlandi vestra eru víða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, snjóþekja er á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi en hálka á Öxnadalsheiði. Vegfarendur sem fara um Þverárfjall eru enn beðnir að sýna aðgát. Þar er vegur mjög ósléttur og er hraði því tekinn niður í 70 km/klst. 

Á Ströndum og Norðurlandi vestra verður norðaustan 5-10 m/s og lítilsháttar slydda eða snjókoma. Hiti um og undir frostmarki.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Austlæg átt 3-8 m/s. Skúrir eða él á S- og V-landi, en annars skýjað að mestu en yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig SV-til að deginum, annars vægt frost.

Á fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Stöku él N-lands, annars bjartviðri. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Gengur í sunnan 10-18 m/s með rigningu, en sums staðar slyddu í fyrstu. Úrkomulítið á N- og A-landi. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig um kvöldið.

Á laugardag og sunnudag:
Suðvestan- og sunnanátt með skúrum eða éljum, en bjart á NA- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt. Dálítil snjókoma eða slydda norðantil, annars úrkomulaust. Hiti breytist lítið.

Fleiri fréttir