Viðtalstímar Markaðsstofu Norðurlands

Starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands ætla að vera á ferð og flugi um Norðurland í október og nóvember og bjóða áhugasömum til viðtals um verkefni sem verið er að vinna að á vegum stofnunarinnar, s.s. DMP áfangastaðaáætlun, Flugklasann Air 66N, Norðurstrandarleið eða annað sem tengist markaðsmálum til erlendra ferðamanna.

Hægt verður að panta 20 mínútna langa fundi með þeim Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra og Birni H. Reynissyni verkefnastjóra. Þau verða á Hvammstanga frá klukkan 10:00 fimmtudaginn 14. nóvember og á Blönduósi frá klukkan 14:00 sama dag.

Skráningareyðublað á fundina er að finna á meðfylgjandi hlekk ásamt nánari upplýsingum en nánari tímasetningar á viðtölum verða sendar út að skráningu lokinni.

https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/skraning-i-vidtalstima

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir