Vilja strandveiðar áfram
Á aðalfundi Skalla, félags smábátaeigenda á Norðurlandi vestra, á miðvikudagskvöld var samþykkt ályktun þar sem því er beint til Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, að beita sér fyrir því að strandveiðar verði festar í sessi sem sérstakt veiðikerfi, óháð veiðiheimildum til króka- og aflamarks, á tímabilinu maí til ágúst ár hvert.
Sverrir Sveinsson, formaður Skalla, segir í samtali við RÚV, tilraunina með strandveiðar á liðnu sumri hafa tekist mjög vel. Þær hafi fært líf í hafnir út um allt land og full ástæða sé til þess að festa þær í sessi sem sérstakt veiðikerfi.
/rúv