Vísir og Stöð 2 sport leita að áhugasömum í körfuboltaumfjallanir Tindastóls

Hvernig myndir þú lýsa svona aðstæðum? Mynd: Hjalti Árna.
Hvernig myndir þú lýsa svona aðstæðum? Mynd: Hjalti Árna.

Nú þegar sumri fer að halla og haustið að taka við fer körfuboltaáhugafólk að stinga saman nefjum og ræða komandi keppnistímabil í Dominos deild vetrarins en fyrstu leikir eru á dagskrá 3. október. Karlalið Tindastóls fær þá Keflvíkinga í heimsókn og stelpurnar taka á móti Fjölni tveimur dögum síðar. Til að landslýður geti fylgst með gengi Stólanna leitar nú íþróttadeild Stöðvar 2 Sports og Vísis að áhugasömum aðilum til að fjalla um heimaleiki Tindastóls í körfubolta.

Um er að ræða skrif fyrir Vísi (bein textalýsing, umfjöllun og viðtöl) og sjónvarpsviðtöl fyrir Stöð 2 Sport. Viðkomandi þarf að vera sterk/ur í íslensku og óhrædd/ur við að bera upp spurningar í sjónvarpi, stundum í beinni útsendingu. Áhugasamir, sem vilja kynnast þessum vettvangi, eru hvattir til að hafa samband við Eirík Stefán Ásgeirsson, eirikur@stod2.is. Um verktakavinnu er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir