V-Húnavatnssýsla

Umhverfisviðurkenningar 2023 veittar í Húnaþingi Vestra

Inná heimasíðu Húnaþings segir að umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2023 hafi verið veittar þann 5. október, við notalega athöfn á Sjávarborg. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt rúm 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Misjafnt hefur verið milli ára hversu margar viðurkenningar eru veittar, í ár voru það þrjár viðurkenningar. Hingað til hefur engin lóð/land fengið viðurkenninguna tvisvar, en þó er enn úr nægu að moða og punktaði nefndin hjá sér allnokkrar eignir sem koma sterklega til greina næstu árin, sem sýnir sterkt að íbúum samfélagsins er í heild annt um umhverfið og snyrtimennsku.
Meira

Slökkvilið Fjallabyggðar ekki búið nauðsynlegum tækjum ef illa fer í Strákagöngum

Um miðjan september sagði Feykir.is frá því að Strákagöng yrðu lokuð vegna reykæfingar sem Slökkvilið Fjallabyggðar framkvæmdi í göngunum. Jóhann K. Jóhanns­son, slökkvi­liðs­stjóri Fjalla­byggðar gerði samantekt eftir æfingu og er niðurstaða hennar sú að slökkviliðið sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eitur­efna­slys í jarð­göngum fjarri gangna­endum.
Meira

Haustdýrð í Skagafirði - Myndir

Það er alltaf gaman þegar lesendur Feykis senda inn fallegar myndir til birtingar. Í gær fengum við þessar frábæru myndir sendar frá Róbert Daníel Jónssyni. Við þökkum honum kærlega fyrir og leyfum ykkur að njóta:)
Meira

Slökkvilið Brunavarna Húnaþings vestra óskar eftir öflugu fólki, óháð kyni til að sinna slökkvi- og björgunarstarfi

Á heimasíðu Húnaþings vestra hunathing.is er Slökkvilið Brunavarna Húnaþings vestra að óska eftir öflugu fólki, óháð kyni til að sinna slökkvi- og björgunarstarfi á svæðinu.
Meira

Nansen á Þingeyri sýndur hjá Stúdíó Handbendi

Stúdió Handbendi að Eyrarlandi 1 á Hvammstanga sýnir söguleikinn Nansen á Þingeyri þriðjudaginn 17. október frá kl. 20 til 21 og er miðaverðið 3.800 kr.
Meira

Svekkjandi tap gegn BC Trepca í gær – 69-77

Undirrituð var nú ekki mikið að flýta sér að setja þessa frétt inn því hún er frekar súr yfir því að Tindastólsmenn töpuðu leiknum í gær gegn BC Trepca því þetta leit alveg þokkalega út svona framan af. Þó að strákarnir hafi verið lengi í gang þá vorum við yfir í hálfleik, þó það hafi nú ekki verið mörg stig. Fyrri hluta þriðja leikhluta langar mig bara að gleyma því engin voru stiginn en svo kom mjög góður kafli en enga að síður þurfum við að sætta okkur við tapið 69-77. Þá er spurning hvernig leikurinn á milli BC Trepca og Pärnu. Mér skilst að ef að Pärnu sigrar leikinn með minna en fimm stiga mun þá er ennþá séns, eða hvað segja körfuboltaspekúlerarnir?
Meira

Áhugamenn um sauðfjárrækt takið eftir

Í kvöld, fimmtudaginn 5. október, heldur Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hrútasýningu í hesthúsinu að Hvammi II í Vatnsdal. Herlegheitin byrja klukkan 20:00 og allir áhugamenn um sauðfjárrækt velkomnir og þið hin eruð velkomin líka. 
Meira

Kynningarfundur í Farskólanum í dag kl. 17:00 – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra um raunfærnimat

Í dag verður haldinn kynningarfundur í Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra um raunfærnimat. Fundurinn er fyrir alla þá sem vilja kynna sér hvað raunfærnimat er. Byrjað verður á að fjalla almennt um raunfærnimat í stuttu máli og síðan verða verkefni eins og raunfærnimat í fisktækni, matartækni, iðngreinum kynnt ásamt raunfærnimati fyrir þá sem starfa í íþróttahúsum og sundlaugum.
Meira

Ályktun um loftgæði í þéttbýli

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var 17. – 19. mars 2023 krefst þess að sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins vinni markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Loftmengun hefur neikvæð áhrif á heilsu almennings og ekki hefur tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning og yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma. Þá hvetur fundurinn stjórnvöld til þess að tryggja að nægar heimildir séu í lögum og reglum svo ávallt séu góð loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um.
Meira

Stóðréttarveislan heldur áfram

Að þessu sinni er veislan í Víðidalstungurétt Húnaþingi vestra, föstudaginn 6. október nk. verður stóðsmölun í vestrinu. Stóðinu verður hleypt í gegnum hliðið við Bergárbrú klukkan 14:30. Milli klukkan 14:00 og 17:00 verður boðið uppá súpu í skemmunni á Kolugili. Pantanir sendist á kolugil@gmail.com. Lagt verður af stað með stóðið frá Kolugili klukkan 16:30. Hafa skal í huga að ný rekstrarleið verður farin og er hún eftir malbikaða veginum fyrir neðan Dæli. Eru því gestir beðnir að fara varlega eftir stóðinu á leið sinni í nátthólfið, hvort sem fólk er á hestum, bílum, reiðhjólum eða gangandi.
Meira