Umhverfisviðurkenningar 2023 veittar í Húnaþingi Vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
06.10.2023
kl. 12.15
Inná heimasíðu Húnaþings segir að umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2023 hafi verið veittar þann 5. október, við notalega athöfn á Sjávarborg. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt rúm 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Misjafnt hefur verið milli ára hversu margar viðurkenningar eru veittar, í ár voru það þrjár viðurkenningar. Hingað til hefur engin lóð/land fengið viðurkenninguna tvisvar, en þó er enn úr nægu að moða og punktaði nefndin hjá sér allnokkrar eignir sem koma sterklega til greina næstu árin, sem sýnir sterkt að íbúum samfélagsins er í heild annt um umhverfið og snyrtimennsku.
Meira