Pavel stýrir körfuboltafjöri ULM í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
05.08.2023
kl. 02.01
Pavel Ermolinski, þjálfari Tindstóls í körfuknattleik, var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í gær. Pavel, sem er margfaldur meistari, tók við liði Tindastóls í byrjun árs og gerði liðið að Íslandsmeisturum í vor eins og flestum er enn í fersku minni. Enda í fysta sinn sem Tindastóll hampaði meistaratitlinum og í fyrsta sinn sem lið af Norðurlandi verður Íslandsmeistari í körfubolta.
Meira