V-Húnavatnssýsla

Pavel stýrir körfuboltafjöri ULM í dag

Pavel Ermolinski, þjálfari Tindstóls í körfuknattleik, var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í gær. Pavel, sem er margfaldur meistari, tók við liði Tindastóls í byrjun árs og gerði liðið að Íslandsmeisturum í vor eins og flestum er enn í fersku minni. Enda í fysta sinn sem Tindastóll hampaði meistaratitlinum og í fyrsta sinn sem lið af Norðurlandi verður Íslandsmeistari í körfubolta.
Meira

Það er Norðanpaunk á Laugarbakka um helgina

Það er alls konar um allt land þessa verslunarmannahelgina. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Þjóðhátíð er að venju í Eyjum, Innipúki á höfuðborgarsvæðinu, Ein með öllu á Akureyri, tónlistarhátíðin Berjadagar á Ólafsfirði og Síldarævintýri á Sigló. Hér á Norðurlandi vestra er í það minnsta hátíð í Fljótum, Unglingalandsmót á Króknum og á Laugarbakka er jaðartónlistarhátíðin Norðurpaunk.
Meira

Gunnhildur í blaðamanninn

Í kjölfarið á hagræðingu innan Nýprents var starf blaðamanns lagt niður í upphafi Covid-faraldursins 2020 og meiri ábyrgð varðandi efnisöflun færðist því á ritstjóra Feykis og aðra starfsmenn Nýprents. Nú hefur verið ráðinn blaðamaður til starfa að nýju en Gunnhildur Gísladóttir, ljósmyndari og veislustjóri, hefur ákveðið að taka slaginn með Feyki.
Meira

Unglingalandsmótið hefst í dag!

Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.
Meira

Alveg nóg að mamma og amma gætu prjónað á mig ef þess þyrfti

Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir, 30 ára, býr á Steinsstöðum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi með kærasta sínum, Hafþóri Smára Gylfasyni bifvélavirkja og syni þeirra, Steinþóri Sölva sem er á fjórða ári. Hólfríður er sjúkraliðanemi og vinnur í aðhlynningu á deild tvö á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Ritstjóraskipti hjá Feyki

Nú um mánaðamótin urðu ritstjóraskipti á Feyki en þá lét Páll Friðriksson af störfum en Óli Arnar Brynjarsson tók við keflinu. Palli hafði starfað við Feyki í um 13 ár og lengstum stýrt blaðinu á þeim tíma, lengur en nokkur fyrri ritstjóra blaðsins ef undan er skilinn Þórhallur Ásmundsson.
Meira

Veðrið er oft hreinlega eins og hugur manns - Veðurklúbbur Dalbæjar

Fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar fyrsta ágúst 2023, eða átti ég að skrifa tvöþúsund tuttugu og þrjú 🤔
Meira

Skemmtiskokk og strandhlaup fyrir alla á Unglingalandsmóti

Viltu koma út að hlaupa í fallegri nátturu, fuglasöng og góðum félagsskap? Tvö spennandi hlaup verða á Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í þeim báðum.
Meira

Formannstilkynning Sambands ungra Framsóknarmanna

Ég heiti Gunnar Ásgrímsson og býð mig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna.
Meira

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ orðin aðgengileg á netinu

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er nú orðin aðgengileg á netinu. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur.
Meira