V-Húnavatnssýsla

„Hefur þá þýðingu að minna samfélagið á hversu gott og gaman er að búa í Húnaþingi vestra“

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin nk. helgi, dagana 26. – 30. júlí. Hátíðin fer fram á Hvammstanga og hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 en tekið miklkum breytingum í gegnum tíðina og hefur í dag fengið á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ.
Meira

Skipið sem strandaði á Ströndum dregið heim til Noregs

Þann 18. apríl síðastliðinn strandaði flutningaskipið Wilson Skaw út af Ennishöfða á leið sinni frá Hvammstanga til Hólmavíkur. Hefur það nú verið dregið til Álasunds í Noregi til niðurrifs.
Meira

Lukasz Knapik sigraði Unglistarmótið 2023

Unglistarmótið 2023 var haldið í gærkvöldi í glæsilegum heimkynnum Pílufélags Hvammstanga.
Meira

Framkvæmdir hafnar við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka

Greint er frá því á vef Húnaþings vestra að framkvæmdir við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga hafi hafist fyrir skemmstu. Verið er að bregðast við vatnsskorti sem hefur komið upp reglulega um nokkurt skeið.
Meira

Strandveiðar á tímamótum – næstu skref

Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Auk útgefinna heimilda til strandveiða, hefur á undanförnum árum verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar gefur hvergi eftir í toppbaráttunni

Hún var mögnuð knattspyrnuhelgin á Norðurlandi vestra. Bæði meistaraflokkslið Tindastóls unnu mikilvæga leiki og á Blönduósi bætti stolt Húnvetninga, lið Kormáks/Hvatar, enn stöðu sína í toppbaráttu 3. deildar. Í dag mættu þeir liði ÍH úr Hafnarfirði og þó einhverjir gætu sagt að þetta hafi verið skildusigur þá geta slíkir leikir reynst bananahýði. Húnvetningum skrikaði þó ekki fótur í leiknum og fóru létt með ÍH-inga og unnu 5-0 sigur.
Meira

Fótboltinn í 3. deildinni er áhugaverður, segir Uros Djuric

Nú á vordögum fékk lið Kormáks/Hvatar liðsstyrk þegar reyndur serbneskur leikmaður tók stöðu milli stanganna í marki Húnvetninga. Um var að ræða Uros Djuric, 29 ára gamlan fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu sem hefur spilað í sterkum deildum í Austur-Evrópu. Það hefur líka komið í ljós að hann kann ýmsilegt fyrir sér í markmannsstöðunni og kappinn því happafengur fyrir Húnvetninga.
Meira

Framkvæmdir hafnar við 7 km spotta á Vatnsnesvegi

Framkvæmdir við endurbyggingu vegarins frá Kárastöðum að Skarði á Vatnsnesi eru hafnar. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að um sé að ræða rétt ríflega 7 km. spotta. Verkið var boðið út á vordögum og féll það í hlut Þróttar ehf. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 485 milljónir króna og var 93,6% af kostnaðaráætlun. Samkvæmt skilmálum útboðsins skal verkinu að fullu lokið fyrir 1. september 2024.
Meira

Ný brunavarnaáætlun í Húnaþingi vestra

Greint er frá því á vef Húnaþings vestra að ný brunavarnaáætlun Brunavarna Húnaþings vestra (BHV) hafi verið samþykkt og undirrituð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), sveitarstjóra Húnaþings vestra og slökkviliðsstjóra BVH.
Meira

Unglingalandsmótið er frábær vettvangur til þess að prófa nýja hluti og upplifa hin eina sanna ungmennafélagsanda

Fram undan er Unglingalandsmót á Sauðárkróki þar sem mestu máli skiptir að vera með, taka þátt og prófa eitthvað nýtt. Unglingalandsmótið á Sauðárkróki er frábært tækifæri og vettvangur fyrir ungmenni á aldrinum 11-18 ára til þess að velja á milli fjölda íþróttagreina og afþreyingar í heimabyggð.
Meira