Framtakssamir 8. bekkingar í Árskóla
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.10.2023
kl. 08.57
Á Facebook-síðu Árskóla í Skagafirði var skemmtileg færsla með myndum sett inn í gær. Þarna höfðu framtakssamir krakkar úr 8. bekk tekið sig til og smíðað flotta kassabíla í smíðatímum hjá Maríu smíðakennara. Krakkarnir afhentu svo skólanum bílana til afnota í frímínútum og má sjá á meðfylgjandi myndum þessa feykiflottu bíla sem eiga eftir að skemmta mörgum krökkum í Árskóla í komandi framtíð.
Meira