Íþróttagarpurinn Birgitta Rún Finnbogadóttir frá Skagaströnd
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
05.11.2023
kl. 13.00
Birgitta Rún Finnbogadóttir er 15 ára fótboltastelpa sem býr á Hólabrautinni á Skagaströnd. Fótboltasumarið hennar hefur verið hreint ævintýri en hún og vinkona hennar á Skagaströnd, Elísa Bríet Björnsdóttir, komu heldur betur á óvart með meistaraflokki Tindastóls í sumar og voru búnar að festa sér sæti í hópnum og farnar að spretta úr spori í Bestu deildinni. Sennilega ekki eitthvað sem þær áttu von á í vor þegar tímabilið var að hefjast. Birgitta er því íþróttagarpurinn í Feyki að þessu sinni og fær svo nokkrar aukaspurningar tengdar sumrinu.
Meira