V-Húnavatnssýsla

Húnvetningar enn í góðum málum þrátt fyrir tap

Bleiki valtarinn fór ekki í gang í Malbikunarstöðinni að Varmá í dag. Lið Kormáks/Hvatar missteig sig því aðeins í toppbaráttu 3. deildar en þeir sóttu Hvíta riddarann heim í Mosfellsbæ og tembdust við að koma boltanum í markið fyrir framan 50 áhorfendur en allt kom fyrir ekki. Heimamenn gerðu eina mark leiksins en það var lán í óláni að lið Víðis í Garði, sem var í þriðja sæti deildarinnar, tapaði á sama tíma fyrir Árbæingum sem stukku þá upp fyrir Víði.
Meira

Aðeins Vatnsdalsá sem skilar fleiri löxum á land en í fyrra

Húnahornið er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að veiði í Húnavatnssýslum. Samkvæmt miðlinum er laxveiði dræm það sem af er sumri en Miðfjarðará er aflamest laxveiðiáa í Húnavatnssýslum og litlar líkur á að það breytist á næstu vikum. Veitt er á tíu stangir í Miðfjarðará og hafa nú veiðst 680 laxar.
Meira

Lögreglustöðin á Hvammstanga verður mönnuð frá 1. september

Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að um langt árabil hafi það verið baráttumál sveitarstjórna í Húnaþingi vestra að á Hvammstanga verði mönnuð lögreglustöð. „Það er því ánægjulegt að greina frá því að með auknu fjármagni til lögregluumdæmisins frá dómsmálaráðuneytinu verður unnt að manna stöðina Hvammstanga frá 1. september nk.,“ segir í fréttinni.
Meira

Matvælastofnun kærir bændur í Miðfirði

Nú eru fjórir mánuðir síðan riðusmit var staðfest í Miðfjarðarhólfi og hefur það dregið dilk á eftir sér. Í frétt á RÚV er sagt frá því að Matvælastofnun hafi kært bændur á bæjunum Barkarstöðum og Neðri-Núp til lögreglu fyrir að hunsa fyrirmæli yfirdýralæknis. „Það eiga þeir að hafa gert með því að afhenda ekki tíu gripi sem komu af bæjum þar sem riða hefur verið staðfest. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra,“ segir í fréttinni.
Meira

Opið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.
Meira

Grettir Bar & Lounge opnaður á Hótel Laugarbakka

Um miðjan júní var Grettir Bar & Lounge opnaður á Hótel Laugarbakka. Áður hafði rýmið sem hýsir barinn, gamla íþróttahúsið á Laugarbakka, einungis verið nýtt yfir vetrarmánuðina fyrir ráðstefnur, árshátíðir, fundi, jólahlaðborð og mismunandi viðburði.
Meira

Upp er kominn frisbígolfvöllur á Hvammstanga

Upp er kominn níu körfu frisbígolfvöllur í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. 
Meira

Húnaþing vestra óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Húnaþing vestra óskar nú eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga.
Meira

Hlaupa sex maraþon á sex dögum

Hlaupahópurinn BOSS HHHC ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum frá Akureyri til Reykjavíkur til styrktar góðu málefni.
Meira

„Stundum er heimurinn mjög lítill!“

Þar sem verðbólgudraugurinn plagar nú landsmenn og Seðlabankastjóri varar óbeint við langferðalögum þá tekur Feykir hann á orðinu og sendir að þessu sinni lesendur sína í stutt ferðalag til hins gamla höfuðbóls okkar Íslendinga, Kaupmannahafnar í Danaveldi. Þar er það Laufey Kristín Skúladóttir sem tekur lesendum fagnandi og verður fyrir svörum en hún og Indriði Þór Einarsson, eiginmaður hennar, fluttu út ásamt þremur dætrum sínum, Magneu Ósk, Ólöfu Erlu og Anítu Rún, um mitt ár 2020 eftir að hafa búið á Króknum sjö árin þar á undan.
Meira