V-Húnavatnssýsla

Styrktarbingó Kormáks/Hvatar á fimmtudaginn

Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar heldur styrktarbingó í félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 13. júlí kl: 21:00 og er opið hús til 01:00. Aðgangseyrir er 1500 kr, innifalið í því er eitt spjald og happadrættismiði sem dregið verður út úr. Auka spjöld kosta 500 kr.
Meira

Tvö verkefni hlutu styrk úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 26. júní sl. var úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og hlutu tvö verkefni styrk að þessu sinni.
Meira

Auglýst eftir þátttakendum í verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í bullandi toppbaráttu að lokinni fyrri umferð

Það var toppbaráttuslagur í 3. deildinni í gær þegar leikmenn Kormáks/Hvatar sóttu lið Augnabliks heim í Fífuna í Kópavogi. Fyrir leikinn var lið Húnvetninga í öðru sæti deildarinnar en heimamenn í því fjórða. Það fór svo að Augnablik hafði betur, 2-1, og nú þegar keppni í 3. deildinni er hálfnuð þá er Kormákur/Hvöt í fjórða sæti með 20 stig, Augnablik í þriðja með 21, Víðir í öðru sæti með 22 stig og á toppnum er lið Reynis Sandgerði með 25 stig.
Meira

„Til hvers að kaupa bók ef þú ætlar ekki að lesa hana?“

Bók-haldinu svarar að þessu sinni Kristjana Stefanía Jóhannesdóttir, eða bara Stella, en hún fæddist á Búðum við Fáskrúðsfjörð árið 1961. Fjölskyldan fluttist að austan á Sauðárkrók 1970 og Stella flutti í sveitina 1979 og býr nú á Stóra-Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gíslasyni, fyrrum oddvita í Húnavatnshreppi. Stella á fjögur börn og tvö barnabörn, er húsmæðraskólagengin og er „bara“ bóndi eða bóndakona, eins og sumir segja.
Meira

Riðusérfræðingarnir heillaðir af norðlenskum bændum

Eins og Feykir greindi frá nýlega, mætti stór hópur erlendra vísindamanna á upphafssvæði riðuveiki vikuna 19. til 23. júní og fór í vettvangsferð í Svarfaðardalinn og Skagafjörðinn. Á lokafundinum voru allir sammála: Þeir voru heillaðir af brennandi áhuga sauðfjárbænda á efninu, af umfangsmikilli þekkingu þeirra um málin, af vilja þeirra að leysa málin á vísindalegan hátt. Þeim kom líka hinn sterki félagsandi bænda á óvart, náin tengsl þeirra við hjörðina sína, ástríðan og - í orðsins fyllstu merkingu - ódrepandi bjartsýni og seigla „riðubænda“ til að halda áfram þrátt fyrir að hafa misst kindurnar sínar í niðurskurði.
Meira

Samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa lengi átt farsælt samstarf á sviði fræðslu, rannsókna og nýsköpunar. Í gær var undirritað samkomulag um að efla samstarfið enn frekar með formlegri stofnun faghópa til að vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál.
Meira

Feðginin Þórarinn og Þórgunnur bæði með silfur í fimmgangi F1 á Íslandsmóti

Íslandsmót fullorðinna- og ungmenna í hestaíþróttum fór fram sl. helgi á Selfossi. Knapar frá Norðurlandi vestra voru sem áður áberandi.
Meira

Skrapatunga á Laxárdal :: Torskilin bæjarnöfn

Ekki verður annað sjeð, en að Skrapa-tungunafnið komi fyrst upp eftir aldamótin 1400. Fram að þeim tíma hefir bærinn heitið Tunga. Annars skal geta þess að nálega allir Tungubæir hafa heitið aðeins Tunga í öndverðu, en forliður Tungunafnanna komið upp einhverntíma seinna.
Meira

Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir sigur á Magna

Lið Kormáks/Hvatar heldur áfram að brillera í 3. deildinni nú í sumar og eftir sterkan sigurleik á liði Magna frá Grenivík í gærkvöldi þá er liðið nú í öðru sæti 3. deildar með 20 stig að loknum tíu umferðum. Deildin er skemmtilega jöfn og augljóst að ekki er hægt að bóka neinn sigur fyrirfram. Niðurstaðan á Blönduósvelli 2-1 sigur og Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir iðnaðarsigur á Magna.
Meira