V-Húnavatnssýsla

Samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa lengi átt farsælt samstarf á sviði fræðslu, rannsókna og nýsköpunar. Í gær var undirritað samkomulag um að efla samstarfið enn frekar með formlegri stofnun faghópa til að vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál.
Meira

Feðginin Þórarinn og Þórgunnur bæði með silfur í fimmgangi F1 á Íslandsmóti

Íslandsmót fullorðinna- og ungmenna í hestaíþróttum fór fram sl. helgi á Selfossi. Knapar frá Norðurlandi vestra voru sem áður áberandi.
Meira

Skrapatunga á Laxárdal :: Torskilin bæjarnöfn

Ekki verður annað sjeð, en að Skrapa-tungunafnið komi fyrst upp eftir aldamótin 1400. Fram að þeim tíma hefir bærinn heitið Tunga. Annars skal geta þess að nálega allir Tungubæir hafa heitið aðeins Tunga í öndverðu, en forliður Tungunafnanna komið upp einhverntíma seinna.
Meira

Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir sigur á Magna

Lið Kormáks/Hvatar heldur áfram að brillera í 3. deildinni nú í sumar og eftir sterkan sigurleik á liði Magna frá Grenivík í gærkvöldi þá er liðið nú í öðru sæti 3. deildar með 20 stig að loknum tíu umferðum. Deildin er skemmtilega jöfn og augljóst að ekki er hægt að bóka neinn sigur fyrirfram. Niðurstaðan á Blönduósvelli 2-1 sigur og Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir iðnaðarsigur á Magna.
Meira

Líflegar umræður á fundi með Icelandair

Icelandair og Markaðsstofa Norðurlands stóðu fyrir umræðufundi um tengiflug flugfélagsins á milli Akureyrar og Keflavíkur, sem hefst í október og verður í boði út nóvember. Á fundinn komu ýmsir gestir úr ferðaþjónustu og frá sveitarfélögum á Norðurlandi, til að ræða um tækifæri og áskoranir í þessu verkefni.
Meira

Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.
Meira

Dásamleg upplifun sælkera á Bjórhátíðinni á Hólum

Bjórhátíðin á Hólum verður haldin nk. laugardag 1. júlí og er það í ellefta sinn sem hún er haldin. Hátíðin stendur frá kl 15:00 – 19:00 en á svæðið mæta helstu bjórframleiðendur landsins og kynna fjölbreytt úrval af gæðabjóra.
Meira

Hvalveiðibann byggt á misskilningi?

Mikið hefur verið rætt og ritað um ákvörðun matvælaráðherra að banna hvalveiðar til 1. september. Næstu 10 vikur fara í að kanna hvort unnt sé að stunda veiðarnar og uppfylla lög um velferð dýra á skv. svörum Svandísar á opnum fundi atvinnuveganefndar. Maður veltir fyrir sér hvort ráðuneytið þurfi 10 vikur til þess, eða hvort starfsmenn taki 4 vikur í vinnuna og 6 vikur í sumarfrí á þessu 10 vikna tímabili. Því verða aðrir að svara, en ljóst er að starfsfólk sem missti vinnuna vegna ákvörðunarinnar hefur ekki húmor fyrir því ef meirihluti tímabilsins fer í sumarfrí ríkisstarfsmanna.
Meira

Júlíveðrið svipað og verið hefur með aðeins fleiri rakadögum og pínu minni hita

Á fund Veðurklúbbs Dalbæjar mættu í gær 27. júní, og spáðu fyrir júlíveðrinu, þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Guðrún Ágústa Ólafsdóttir, Ásgeir Stefánsson, Sigríður Björk Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Þorgerður Sveinbjarnardóttir, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Páll Óskar og Bandmenn skemmta á Húnavöku

Það er alltaf stemning fyrir Húnavöku og ekki er líklegt að nokkur breyting verði á því í ár. Það styttist enda í gleðina en Húnavaka verður á Blönduósi dagana 13.-16. júlí og meðal þeirra sem þar stíga á stokk má nefna að Páll Óskar verður með stórdansleik í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudagskvöldinu en kvöldið eftir verða það Bandmenn mættir á sama svæðið.
Meira