V-Húnavatnssýsla

Sumarleikhús æskunnar kynnir Makbeð eftir William Shakespeare

Sumarleikhús æskunnar er árlegt æskulýðsleikhús, nú haldið í fjórða sinn, í Húnaþingi vestra. En í ár eru börn úr Húnavatnssýslum að setja upp metnaðarfulla uppsetningu á Makbeð eftir sjálfan Shakespeare á aðeins 12 æfingadögum. Leikstjóri er Sigurður Líndal.
Meira

Fl(j)óð, Ljósmyndasýning eftir Juanjo Ivaldi Zaldívar

Juanjo Ivaldi Zaldívar stendur fyrir ljósmyndasýningu um konur af erlendum uppruna sem búa í Húnaþingi vestra. Sýningin miðlar sögum 33 kvenna af erlendum uppruna sem búa í sveitarfélaginu - sýningin fagnar rótum þeirra og vekur umræður um stöðu erlent fæddra kvenna sem búa í Húnaþingi vestra og á Íslandi almennt.
Meira

Stelpurnar í 3. flokki T/H/K/F unnu sér sæti í A-riðli

Sameinað lið T/H/K/F (Tindastóll/Hvöt/Kormákur/Fram) í 3. flokki kvenna vann frábæran sigur í gærkvöldi þegar stelpurnar heimsóttu lið Fjölnis í Grafarvoginn reykvíska. Leikurinn fór 2-4 og það voru Skagstrendingarnir Elísa og Birgitta sem sáu um markaskorun liðsins en þær hafa sannarlega lifað fótboltadrauminn í sumar því auk þess að spila með 3. og 2. flokki T/H/K/F hafa þær verið að spila með Bestu deildar liði Tindastóls í sumar.
Meira

Þjónustukort Byggðastofnunar tilvalinn leiðarvísir fyrir sumarfríið

Ef ferðalög er framundan í sumar er Þjónustukort Byggðastofnunar tilvalinn staður til að verða sér úti um upplýsingar um hvar fjölbreytta þjónustu er að finna á landinu öllu.
Meira

Spjallað við Ómar Braga og Pálínu Ósk um Unglingalandsmótið á Króknum

„Unglingalandsmótin eru fjölskylduhátíð þar sem alls konar íþróttir eru í fyrsta sæti. Mótin eru haldin árlega og að þessu sinni er mótið á Sauðárkróki,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ, þegar Feykir forvitnast um Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi hefur fengið liðsstyrk en Pálína Ósk Hraundal er verkefnastjóri mótsins en þetta er í þriðja sinn sem þau vinna saman að ULM á Króknum.
Meira

Húnvetningar skutust í annað sætið eftir sigur á Víði

Húnavökuleikurinn fór fram á Blönduósvelli í dag en þá tók lið Kormáks/Hvatar á móti Víði í Garði. Liðin eru bæði í töppbaráttunni í 3. deild en lið gestanna var í öðru sæti fyrir leik en heimamenn í fjórða sæti. Það var því mikið undir og úr varð töluverð veisla, boðið upp á fimm mörk og sem betur fer gerði lið Kormáks/Hvatar fleiri en andstæðingurinn og skaust upp í annað sæti deildarinnar. Lokatölur 3-2.
Meira

Vér mótmælum öll !

Nú þegar strandveiðarnar eru sigldar í strand með einu pennastriki ráðherra og stöðvaðar yfir hábjargræðistímann, þegar allt er vaðandi af þorski á grunnslóð þá er ekki skrítið að sjómenn rísi upp og mótmæli við Alþingishúsið á laugardaginn aðgerðarleysi stjórnvalda við að efla og tryggja Strandveiðar í 48 daga !
Meira

Byggðarráð Húnaþings vestra fagnar áformum Landsnets

Húnahornið segir af því að byggðarráð Húnaþings vestra fagni áformum Landsnets um að reisa 220 kV háspennulínu frá fyrirhuguðu tengivirki á Holtavörðuheiði að Blöndustöð. „Um er að ræða brýna framkvæmd sem eykur afhendingaröryggi og bætir aðgengi að orku í sveitarfélaginu sem hefur verið af skornum skammti um langt árabil. Aukið afhendingaröryggi og bætt aðgengi að orku í sveitarfélaginu er ein meginforsenda bættra búsetuskilyrða og atvinnuuppbyggingar,“ segir í umsögn ráðsins til Skipulagsstofnunar.
Meira

Minningarmót Evu Hrundar fór fram í blíðskaparveðri

Opið kvennamót í golfi fór fram í blíðskaparveðri á golfvellinum í Vatnahverfi við Blönduós síðastliðinn sunnudag en mótið var haldið til minningar um Evu Hrund Pétursdóttir. Í frétt á Húnahorninu segir að 28 konur hafi mætt til leiks og var keppnisfyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf í þremur flokkum.
Meira

Skráning á Unglingalandsmótið á Króknum komin á fullt

„Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Við erum búin að opna fyrir skráningu á mótið og geta allir sem vilja skoða hvað er í boði,“ segir í frétt á heimasíðu UMFÍ. Mótið á Króknum verður sannkölluð veisla því boðið verður upp á 27 íþróttagreinar fyrir 11-18 ára þátttakendur og geta allir skráð sig í eins margar greinar og hver og einn vill. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur sunnudaginn 6. ágúst.
Meira