Knattspyrnukappinn Bjarki Már Árnason, sem búið hefur á Hofsósi til fjölda ára, hefur nú fært sig um set en hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildar liði Reynis í Sandgerði. Bjarki er búinn að spila meistaraflokksfótbolta í 25 ár, hóf leik í Keflavík 1997 og lék nú síðast með liði Kormáks/Hvatar en hann var þó lengstum í herbúðum Tindastóls.
147 áhorfendur mættu á Blönduósvöll í dag og væntanlega hafa þeir flestir verið á bandi heimamanna í Kormáki/Hvöt sem tóku á móti Elliða úr Árbæ í 3. deildinni í knattspyrnu. Eftir fjóra tapleiki í röð var eiginlega alveg nauðsynlegt fyrir Húnvetningana að spyrna við fótum og krækja í sigur. Það var einmitt það sem þeir gerðu en úrslitin voru 3-2 og Ingvi Rafn Ingvarsson fór mikinn í leiknum og gerði öll þrjú mörk heimamanna.
Reglugerðin er unnin í framhaldi af skýrslu sem starfshópur skilaði til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í lok maí. Hópurinn var skipaður í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum.
Grímuskylda er hjá skjólstæðingum með einkenni öndunarfærasýkinga eða grun um Covid.
Hvetjum eldri skjólstæðinga og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma að bera grímu við komu á heilsugæslu.
Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Húnasjóði vegna ársins 2022 og er sótt um með rafrænum hætti á vef sveitarfélagsins. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 8. júlí næstkomandi. Úthlutunarreglur sjóðsins má einnig finna á vef Húnaþings vestra.
Ekki fylgja hlýindi björtustu dögum ársins á Norðurlandi en svo vildi til að í fjöll snjóaði í nótt, a.m.k. í Skagafirði. Áframhaldandi kuldi er í kortunum framundan og væta af og til en upp úr helgi má búast við að úr rætist með hita yfir tíu stigunum.
Svo segir í frétt á RÚV fyrir helgi að viðbúið sé að fólk fari að leita í ódýrari matvöru, eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós, vegna hækkandi verðbólgu en verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt við enn frekari verðhækkunum. Þetta eru einhver svakalegustu tíðindi sem ég hef heyrt í langan tíma.
Á heimasíðu SSNV er birt ítarleg bókun stjórnar samtakanna um alvarlega stöðu sauðfjárræktar í landshlutanum en nýverið kom út skýrsla um stöðu greinarinnar á Íslandi sem Byggðastofnun vann fyrir innviðaráðuneytið. Í henni er dregin upp afar dökk mynd af stöðu og framtíðarhorfum sauðfjárræktar á Íslandi, segir í færslu SSNV.
Á heimasíðu Landsambands hestamanna hefur stöðulistar verið birtir fyrir þá sem unnið hafa sér rétt til að taka þátt í íþróttahluta Landsmóts 2022 sem fram fer á Hellu dagana 3. - 10. júlí en nú mun í fyrsta skipti boðið upp á íþróttakeppnisgreinar á landsmóti, til viðbótar Tölti T1. Tíu knapa af Norðurlandi vestra má finna á listunum og er kvenfólkið mest áberandi.
Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.
Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum og renndu á Krókinn í vor blíðunni til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund.
1.maí hefur löngum verið dagur samstöðu, baráttu og vonar. Þetta er dagur verkalýðsins sem hefur lengi barist fyrir betri kjörum, styttri vinnudegi, mannsæmandi launum og auknu öryggi á vinnustöðum. En þessi dagur er líka áminning um að baráttan er ekki búin, hún heldur áfram í nýjum myndum, með nýjum áskorunum og nú á Kvennaári 2025 hefur hún aldrei verið mikilvægari.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!