V-Húnavatnssýsla

Vaxandi áhugi á Evrópusamvinnu: Meirihluti þeirra sem taka afstöðu er fylgjandi aðild að ESB

Íslendingar hafa mikinn áhuga á Evrópusamvinnu og í nýlegum könnunum Maskínu má sjá að af þeim sem tóku afstöðu eru 53,3% fylgjandi því að Ísland gangi í Evrópusambandið og 66% sem vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi aftur upp aðildarviðræður við sambandið.
Meira

"Ánægðust þegar ég sé manneskju í peysu sem ég prjónaði fyrir hana"

Leana Anna Haag er frá Sviss, en býr í Vík í Staðarhreppi með kærastanum Axel Kárasyni. Leana flutti til Íslands árið 2020 en kom fyrst árið 2010, þá sem ferðamaður í hestaferð. Leana vinnur á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.
Meira

Kótilettur – grísa og lamba - uppskriftir

Hver elskar ekki kótilettur..... hér koma tvær uppskriftir fyrir þá sem langar að prufa eitthvað nýtt með kótiletturnar annað en að raspa þær:)
Meira

Rannsókn lokið á skotárás á Blönduósi og málið sent til héraðssaksóknara

Rannsókn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra á skotárás á Blönduósi þann 21. ágúst seinasta sumars er lokið og kemur fram í tilkynningu frá embættinu að rannsóknin hafi leitt í ljós að árásarmaðurinn fór inn um ólæstar dyr á heimili árásarþola á Blönduósi og gekk um vopnaður afsagaðri haglabyssu, með sjö haglaskot meðferðis.
Meira

Gular og appelsínugular viðvaranir fram á sunnudag

Suðvestan hvassviðri eða stormur verður seint í kvöld og suðvestan stormur eða rok víða um land á morgun með kunnuglegum veðurviðvörunum, gulum og appelsínugulum. Á Norðurlandi vestra tekur gul viðvörun gildi seint í kvöld með sunnan og suðvestan hvassviðri eða stormi sem breytist appelsínugult ástand á hádegi á morgun með roki allt upp í 28 m/s.
Meira

Óskað eftir tilnefningum fyrir landbúnaðarverðlaun matvælaráðuneytisins

Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing og því óskar úthlutunarnefnd á vegum matvælaráðuneytisins eftir tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári.
Meira

Nýnot fyrir gamlar íslenskar lopapeysur er viðfangsefni hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2023

Hin árlega Prjónagleði verður haldin á Blönduósi 9. – 11. júní 2023 og er að venju blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að endurvinna íslenska lopapeysu og nota hana sem grunnefniðvið í nýja nothæfa flík.
Meira

Skagstrendingar hvetja innviðaráðherra að tryggja fjármögnun endurbóta á Blönduósflugvelli

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar í morgun lagði oddviti hennar, Halldór Gunnar Ólafsson, fram bókun sem sveitarstjórn tók samhljóða undir, þar sem innviðaráðherra er hvattur til að tryggja fjármögnun endurbótum á Blönduósflugvelli.
Meira

Íris Björk og Ívar Örn í úrslitum Gulleggsins

Lokakeppni Gulleggsins fer fram þann 10. febrúar í Grósku og í beinni útsendingu á visir.is þar sem topp tíu verkefnin verða kynnt. Gulleggið er stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands og þar hafa fjölmörg sprotafyrirtæki stigið sín fyrstu skref og má þar nefna Controlant, Meniga og SolidClouds. Eitt frumkvöðlateymi af landsbyggðinni er í úrslitunum í ár en það er PellisCol, skipað systkinunum Írisi Björk og Ívari Örn Marteinsbörnum frá Sauðárkróki.
Meira

Félag eldri borgara tekur við keflinu af Lillu

Samið hefur verið við Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra um að taka að sér framkvæmd hátíðarhalda vegna Sumardagsins fyrsta í samfélaginu. Sama manneskjan, Ingibjörg (Lilla) Pálsdóttir, hefur frá upphafi hátíðarhalda á þessum uppáhaldsdegi landsmanna verið í fararbroddi dagskrárinnar á Hvammstanga í samstarfi við ýmis félagasamtök – eða í ein 65 ár og geri aðrir betur!
Meira