V-Húnavatnssýsla

Tuttugasta hátíð Elds í Húnaþingi

Eldur í Húnaþingi hefst formlega á morgun með setningarhátíð við Félagsheimilið á Hvammstanga klukkan 17:30. Eftir setningarathöfnina verður alþjóðamatur í Félagsheimilinu, í boði hinna ýmsu þjóðarbrota Húnaþings vestra. Þá munu harmonikkuspilarar Húnaþings vestra sömuleiðis stíga á stokk.
Meira

Hafnfirðingar sáu rautt á Húnavöku

Það var leikið á Blönduósvelli síðdegis í gær en þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti Hafnfirðingum í liði ÍH. Gestirnir hafa ekki verið að sperra stél í 3. deildinni það sem af er sumars og það var því úrvals tækifæri fyrir lið Húnvetninga að tryggja enn betur stöðu sína í deildinni. Það reyndist ekki erfitt því gestirnir gerðu sjálfum sér lítinn greiða með því að missa tvo leikmenn af velli með rautt spjald strax í fyrri hálfleik. Lokatölur voru 4-0.
Meira

Útitónleikar Húnavöku í kvöld og stútfull dagskrá alla helgina

Húnavaka á Blönduósi hófst í gær og er þetta í 19. skipti sem þessi metnaðarfulla bæjar- og fjölskylduhátíð er haldin. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Samkvæmt frétt Húnahornsins þá verða útitónleikar á Húnavöku í kvöld og fara þeir fram aftan við íþróttamiðstöðina á Blönduósi.
Meira

Íslenska smáforritið HorseDay notað við kennslu í hestafræðideild Háskólans á Hólum

Í vor var íslenska snjallforritinu HorseDay hleypt af stokkunum en með forritinu fæst mikilvæg yfirsýn yfir þjálfun hesta og umhirðu, bein tenging við WorldFeng og GPS skráning við þjálfun hesta og á hestaferðum líkt og þekkist innan annarra tómstunda auk samfélagsumhverfis fyrir íslenska hestinn.
Meira

Gunnlaug Sigríður sýnir verk sín í gallerý HÚN

Nýr listamaður opnar sýningu sína í gallerý HÚN á Blönduósi í dag kl. 14:00 og mun sú sýning verða uppi fram yfir miðjan ágúst. Listamaðurinn er að þessu sinni heimamaður, Gunnlaug Sigríður Kjartansdóttir, og verða átta akrílverk til sýnis sem hún hefur gert á námskeiðum hjá Inese Elferte myndlistarkennara.
Meira

Alls konar veður eða veðurleysur í júlí

Í skeyti Veðurklúbbs Dalbæjar segir að eftir allskonar veður í júní, eins og klúbburinn hafði spáð í byrjun mánaðarins, þá sé nú komið að spá júlímánaðar. Þar kemur einnig fram að spáin fyrir júlí sé á flestan hátt svipuð og í fyrri mánuði nema von sé á hærra meðaltals hitastigi.
Meira

Frábær árangur frjálsíþróttakrakka af Norðurlandi vestra á MÍ um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á íþróttavelli UFA og Þórs á Akureyri um helgina þar sem um 200 keppendur frá tólf félögum reyndu með sér í frjálsum íþróttum. Fjölmargir keppendur af Norðurlandi vestra mættu til leiks og náðu framúrskarandi árangri. Um stigakeppni var að ræða sem fer þannig fram að sigurvegari í hverri grein fær 10 stig og koll af kolli þannig að 10. sæti fær 1 stig.
Meira

Ráðherra í stríð við strandveiðar

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­rá­herra um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik er at­laga að brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum lands­ins. Ákvörðunin er óskilj­an­leg m.t.t. fag­ur­gala VG í kosn­inga­bar­átt­unni sl. haust. Flokk­ur fólks­ins for­dæm­ir þess­ar hug­mynd­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.
Meira

Heldur meiri laxveiði í Húnavatnssýslum í ár en í fyrra

Á Húnahorninu var rennt yfir gang mála í laxveiðiám í Húnavatnssýslum nú fyrir helgi og ku Miðfjarðará vera aflahæst laxveiðiáa þar það sem af er sumri. Þar hafa veiðst 109 laxar en næst þar á eftir kemur Blanda með 75 laxa. Víðidalsá á var með 63 laxa og svo Laxá á Ásum með 60 laxa en veiðst hafa 32 laxar úr Vatnsdalsá og átta úr Hrútafjarðará.
Meira

Húnvetningar höfðu sigur á Hlíðarenda

Lið Kormáks/Hvatar náði að styrkja stöðu sína í 3. deildinni nú um helgina en þá var leikin síðasta umferðin í fyrri umferð mótsins. Þá sóttu Húnvetningar heim kappana í Knattspyrnufélagi Hlíðarenda sem er einskonar B-lið Vals og var leikið á Valsvellinum. Eftir rólegheit í fyrri hálfleik létu liðin sverfa til stáls í þeim síðari. Heimamenn náðu fyrsta högginu en í kjölfarið fylgdi leiftursókn gestanna sem unnu að lokum 1-3 sigur og náðu þar með að lyfta sér upp úr mestu botnbaráttunni.
Meira