V-Húnavatnssýsla

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum var sl. helgi í Laugardalshöll

Helgina 11.-12. febrúar fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöllinni. Skráðir voru um 300 keppendur til leiks frá 16 félögum víðs vegar af landinu og sendu UMSS, USAH og Kormákur keppendur til leiks. Níu mótsmet voru sett og átti Guðni Bent Helgason frá UMSS eitt af þeim er hann stökk 1,47m í hástökki 11 ára pilta.
Meira

Villuráfandi ríkisstjórn - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðbólga hefur verið meiri og sveiflukenndari á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum þann tíma sem við höfum farið með eigin stjórn efnahagsmála. Áður fyrr var gengi íslensku krónunnar fellt með tilheyrandi ömurlegheitum og vaxandi verðbólgu sem þá eins og nú bitnaði á þeim verst stöddu.
Meira

Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar

Fjórtán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en þrjátíu verkefni af öllu landinu sóttu um þátttöku í ár. Kjarnastarfsemi Norðanáttar snýr að svokölluðum FEW-nexus eða matur- orka- vatn og þau verkefni sem taka þátt snerta öll á þessum áherslum með einum eða öðrum hætti.
Meira

Viltu veita öðrum félagsskap, nærveru og hlýju?

Rauði kross Íslands, Fjölskyldusvið Húnaþings vestra, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Þjóðkirkjan hafa ákveðið samstarf um vinaverkefni undir forystu Húnavatnssýsludeildar Rauða krossins. Fjótlega verður auglýst eftir fólki sem vill taka þátt í verkefninu og fara á námskeið því tengdu.
Meira

ÖRUGG verkfræðistofa opnar starfsstöð á Blönduósi

ÖRUGG verkfræðistofa hefur nú opnað útibú á Blönduósi til að sinna auknum verkefnum á Norðurlandi. Starfsmaður skrifstofunnar á Blönduósi er Elvar Ingi Jóhannesson og er hann að jafnaði með viðveru þar alla virka daga. ÖRUGG verkfræðistofa var stofnuð í ársbyrjun 2020 og hefur á skömmum tíma orðið leiðandi á landinu á sínum sérsviðum. Hjá stofunni starfa nú um 15 manns við bruna- og öryggishönnun, BIM stjórnun, vindgreiningar og umhverfis- og vinnuvernd.
Meira

Verkfall Eflingar gæti haft áhrif á olíusölu í Staðarskála

Verkafólk Eflingar, sem starfar hjá Samskipum, Berjaya Hotels, Skeljungi, Edition og Olíudreifingu, hófu ótímabundið verkfall klukkan 12 á hádegi og munu því ekki hefja störf á ný fyrr en félagið aflýsir því. Ljóst er að þessar aðgerðir munu hafa mikil áhrif á höfuðborgarsvæðinu og sérstaklega þegar eldneytisskortur fer að gera vart við sig á bensínstöðvum.
Meira

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra fær styrk frá Rannís

„Þær gleðifregnir bárust í gær að Rannsóknasetrið hlaut styrk úr Innviðasjóði fyrir langvarandi verkefni okkar um gerð gagnagrunns sáttanefndabóka,“ skrifar Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, á Facebook. Hann segir að með styrknum hafi verkefnið verið að fullu fjármagnað og hægt að ljúka því á tilsettum tíma, á fyrri hluta ársins 2024.
Meira

Þakplötur fuku í óveðri síðustu daga í Skagafirði

Það hefur blásið hressilega á landinu síðustu daga enda djúpar lægðir vaðið yfir hauður og haf. Þrátt fyrir það voru útköll björgunarsveita á Norðurlandi vestra í lágmarki en á Skagaströnd slitnaði einn bátur upp en hékk á einum enda þegar að var komið og á Fremri-Kotum í Norðurárdal fauk gafl upp og hurðir af bragga á laugardaginn sem Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð sinnti. Þar voru þakplötur einnig festar og þær sem höfðu losnað tryggðar niður.
Meira

Gúllassúpa og mjólkurgrautur

Það var Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir (Abba) sem var matgæðingur vikunnar í tbl 37, 2022, en hún er menntaður Bowentæknir og er ásamt eiginmanni sínum, Guðbergi Ellerti (Begga) með B.A. í þroskaþjálfafræðum. Í dag starfar hún sem bílstjóri, kynningaraðili og sölumaður hjá Smáframleiðendum á ferðinni sem Vörusmiðja – BioPol á Skagaströnd heldur utan um og Beggi starfar á sambýlinu í Fellstúni sem forstöðuþroskaþjálfi. Abba og Beggi eiga saman tvö börn, Harald Óla (Halla) 18 ára, starfar hjá Sveitasetrinu Hofstöðum, og Hörpu Sóllilju (Skrípið, hennar orð) 11 ára grunnskólanema.
Meira

Guðmundur Ingi sækist eftir varaformennsku í VG áfram, en breytingar verða í stjórn. Jana Salóme vill verða ritari VG

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tilkynnti á flokksráðsfundi VG, sem fram fór í gær í Hafnarfirði, að hann sækist eftir varaformennsku í hreyfingunni áfram. Hann og Katrín Jakobsdóttir formaður fluttu bæði ræður til félaganna fyrir fullu húsi í Golfskála Keilis í Hafnarfirði í gærmorgun. Breytingar eru fyrirsjáanlegar í stjórn VG á landsfundi í mars, því Sóley Björk Stefánsdóttir, ritari hreyfingarinnar tilkynnti á sama tíma að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram.
Meira