Rabb-a-babb 212: Jóhann Fönix
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Rabb-a-babb
28.09.2022
kl. 15.43
Nafn: Jóhann Frímann K Arinbjarnarson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ólst upp á fjölskylduóðalinu Brekkulæk í Miðfirði. Faðir minn er Arinbjörn Jóhannsson ferðaþjónustubóndi og móðir mín er Gudrun M. H. Kloes þýðandi. Besta bíómyndin? Svo margar. Held mikið uppá Star Wars, James Bond og Tomorrow, When the War began. Ef ég þarf að velja bara eina langar mig að nefna Fail-Safe frá 1964. Sennilega engin önnur mynd sem túlkar óttann við kjarnorkustyrjöld á jafn mannlegan hátt. Hvernig er eggið best? Spælt og innan í þykkri samloku.
Meira