V-Húnavatnssýsla

Grípa verður til aðgerða til að snúa ofan af samþjöppun veiðiheimilda, segir Bjarni Jónsson

„Virðulegi forseti. Aftur og aftur blasir við okkur sá kaldi veruleiki að stórútgerðin heldur áfram að raka til sín meginþorra veiðiheimilda í landinu og grafa undan tilvist smærri fjölskyldufyrirtækja og einyrkja sem halda uppi búsetu á stöðum sem stórútgerðin hefur skilið eftir í sárum,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, í ræðu á Alþingi í gær er hann benti á aðgerðir til að efla smærri sjávarbyggðir.
Meira

Spánskur Mateo Climent til Kormáks Hvatar

Á aðdáendasíðu Kormáks á Fésbókinni er kynntur til sögunnar nýr leikmaður Kormáks Hvatar í 3. deildinni í karlafótbolta en stjórn hefur gengið frá samningum við vinstri bakvörðinn Mateo Climent frá Spáni.
Meira

Fjölmörg námskeið Farskólans bjóðast félagsmönnum stéttarfélaga

Enn á ný bjóða stéttarfélögin Samstaða, Kjölur, Sameyki, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar félagsmönnum sínum að sækja valin námskeið sér að kostnaðarlausu en þau eru öllum opin og eru aðrir hvattir til að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Meira

Íbúum fjölgar eða stendur í stað í öllum landshlutum nema á Norðurlandi Vestra

Þjóðskrá hefur birt samantekt sína um íbúafjölda eftir sveitarfélögum í febrúar 2023 og kemur þar fram að meðan fækkar á Norðurlandi vestra, fjölgar íbúum eða stendur í stað í öðrum landshlutum. Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 601 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. febrúar 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 99 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fækkaði á tímabilinu um 18 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 159 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 88 íbúa, eftir því sem fram kemur á skra.is.
Meira

100 daga hátíð 1. bekkinga í Árskóla

Í gær var skemmtilegur dagur í 1. bekk Árskóla á Sauðárkróki því þá héldu nemendur og kennarar svokallaða 100 daga hátíð. Tilefnið var að í gær var hundraðasti skóladagurinn hjá nemendum 1. bekkjar en í allan vetur hafa skóladagarnir hafist á því að nemendur og kennarar telja saman dagana og skipta í tugi og einingar.
Meira

Búist við snælduvitlausu veðri í fyrramálið

Það er ekki allt gott sem kemur með sunnanáttinni en snemma í fyrramálið tekur í gildi gular og appelsínugular veðurviðvaranir, fyrst á Suðurlandi og Faxaflóasvæðinu en hver landshlutinn á fætur öðrum fær á sig rauðgulan lit nema Vestfirðir sem einungis fá skærgulan. Spáð er sunnan stormi, roki og sums staðar ofsaveðri, 20-30 m/s, með slyddu eða snjókomu.
Meira

Framleiða eigin vörulínu úr CBD - Hágæða olíur úr iðnaðarhampi

Í tillögum til þingsályktunar, sem Halldóra Mogensen fer fyrir á Alþingi, um aðgengi að vörum sem innihalda svokallað CBD kemur fram að iðnaðarhampur hafi mikið notagildi enda notaður í margar vörur en samhliða aukinni ræktun á iðnaðarhampi hefur orðið sprenging í eftirspurn eftir vörum sem nota afurðina. Má í því sambandi m.a. nefna heilsu- og snyrtivörur, alls kyns iðnaðar- og byggingarvörur, matvæli, fæðubótarefni, bílaframleiðslu og pappír svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Tveir girnilegir smáréttir

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, elska að fara út að borða og fá mér nokkra smárétti og uppáhalds veitingastaðurinn minn, fyrir sunnan, sem býður upp á þess konar rétti er Tapas. Þegar þessi matarþáttur var skrifaður var ég vör við það að sá veitingastaður, Tapas, væri að halda upp á 22 ára afmælið sitt, enda ekki hissa að hann hafi náð að halda úti rekstri í öll þessi ár því ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum þegar ég hef farið þangað. En á Króknum er enginn Tapas og þá verður maður að hugsa út fyrir rammann og reyna að græja þetta sjálfur, er það ekki bara… Hér koma tveir girnilegir smáréttir af síðunni www.hanna.is.
Meira

Appelsínugul viðvörun á sunnudegi

Það eru læti í veðrinu þessa dagana og helst boðið upp á linnulausar umhleypingar. Nú hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir morgundaginn (sunnudag) og lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna frá kl. 11-14. Spáð er sunnan stormi eða roki, 20-28 m/sek. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s.
Meira

Ljúffeng blómkálssúpa með baguette

Matgæðingur vikunnar í tbl 34, 2022, var Kristín Rós Blöndal Unnsteinsdóttir en hún er búsett í Tunguhlíð í Lýdó og vinnur á leikskólanum Birkihlíð sem er í Varmahlíð. Kristín er í sambúð með Guðjóni Ólafi Guðjónssyni og ætlar að bjóða upp á haustlegar máltíðir.
Meira