V-Húnavatnssýsla

Stiklað á stóru um ferðalag Kvennakórsins Sóldísar til Ítalíu

Snemma árs 2020 segir í frétt í Feyki að Kvennakórinn Sóldís ætlaði að fagna tíu ára starfsafmæli sínu en fyrstu tónleikar kórsins voru haldnir í menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð á konudaginn, sem þá bar upp á 20. febrúar. Kórinn hóf starfsemi um haustið áður og segir í annarri frétt í Feyki að hann hafi slegið eftirminnilega í gegn á kvennafrídeginum er hann söng á samkomu sem haldinn var í tilefni dagsins í Miðgarði þann 24. október 2011.
Meira

Glæsileg gjöf frá Gærunum

Á vef Húnaþings kemur fram að í sumar hafi íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga borist vegleg gjöf frá Gærunum, en þær halda úti nytjamarkaðinum á þar á bæ. Var þetta í þriðja skiptið sem íþróttamiðstöðin naut góðs af því góða starfi sem Gærurnar halda úti.
Meira

Um 80 Dylanlög verða flutt á Dylanhátíð á Skagaströnd

Dagana 13.-14. ágúst verður tónlistarhátíðin Eins og veltandi steinn haldin á Skagaströnd en hátíðin er tileinkuð tónlist Bob Dylan. Til stóð að halda hátíðina í fyrra en þá greip Covid-faraldurinn inn í og lífinu var slegið á frest. Nú verður gerð önnur tilraun til að heiðra þennan magnaða tónlistarsnilling. Einn af forsprökkum hátíðarinnar er Hermann Sæmundsson og Feykir hafði samband við hann og forvitnaðist örlítið um Dylan hátíðina á Skagaströnd.
Meira

Stórlaxar í Húnaþingi

Hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt í húnvetnskum laxveiðiám síðustu vikurnar. Upp úr miðjum júlí veiddi Oddur Rúnar Kristjánsson 102 sentímetra langan lax í Hrútafjarðará og Lord Falmouth veiddi 105 sentímetra langan lax í Laxá á Ásum 22. júlí. Theódór Friðjónsson veiddi 100 sentímetra langan lax í Miðfjarðará 2. ágúst og daginn áður veiddi Ragna Sara Jónsdóttir 97 sentímetra lax í Blöndu. Vel hefur veiðst í húnvetnsku laxveiðiánum síðustu vikuna.
Meira

Gul viðvörun á Norðurlandi vestra

Fram kemur á vef Veðurstofu íslands að gul viðvörun er á Norðurlandi vestra í dag og verður talsverð eða mikil rigning, einkum austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Víðudalstunguheiði loksins opin fyrir umferð

Á vef Húnaþings vestra er sagt frá því að loksins eru allir vegir á Víðidalstunguheiði opnir fyrir umferð og að í sumar hafi þeir verið óvenju blautir og því lengur ófærir.
Meira

Veðurstofan varar við rigningu og kulda í dag og á morgun

Töluvert hefur rignt síðustu daga á norðanverðu landinu og mest á Siglufirði. Í gær, þriðjudag, var viðvarandi úrkoma en ekki sérstaklega mikil ákefð, segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurspár gera ráð fyrir að það bæti í ákefð í nótt og rigni hressilega á miðvikudag og fimmtudag á Tröllaskaga. Gul veðurviðvörun er fyrir Strandir og Norðurland vestra um hádegi í dag og á það einkum við austantil á svæðinu og á utanverðum Tröllaskaga.
Meira

Nýr leikskólastjóri Húnabyggðar

Fram kemur á vef Blönduósbæjar að Sigríður Bjarney Aadnegard hefur verið ráðin leikskólastjóri og Kristín Birgisdóttir aðstoðarleikskólastjóri hjá leikskólum Húnabyggðar.
Meira

Glæsileg gjöf afhent á fjölskyldudeginum á hátíðinni Eldur í Húnaþingi

Egill Þór Pétursson er þriggja ára drengur býr á Laugarbakka í Húnaþingi-Vestra. Hann er með heilkenni sem kallast Snap25, sem einungis 30 einstaklingar í heiminum hafa greinst með og þar ef er Egill eini íslendingurinn. Foreldrar hans (Ragnheiður og Pétur) eru að byggja sér hús á Hvammstanga, húsið mun vera á einni hæð sem er mjög gott fyrir Egil.
Meira

Rök fyrir áframhaldandi strandveiðum

Fyrir strandveiðitímabilið í ár ákváðu stjórnvöld að til veiðanna færu veiðiheimildir sem samsvara verðmæti 35.089 tonna af loðnu. Þetta aflaverðmæti átti að tryggja 48 strandveiðidaga á núverandi veiðisumri, 12 veiðidaga á mánuði í fjóra mánuði maí til ágúst. Vilji Alþingis á síðasta kjörtímabili var að tryggja strandveiðar við landið í 48 daga á ári. Raunin varð önnur.
Meira