Mottumars hefst í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.03.2022
kl. 09.01
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, hefst í dag 1. mars. „Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öflum fjár fyrir mikilvægri starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í ár minnum við karlmenn sérstaklega á að kynna sér hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetjum þá til að leita fljótt til læknis verði þeir varir við þau einkenni,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Meira