V-Húnavatnssýsla

Karlakórinn Heimir á Blönduósi í kvöld

Heimismenn stefna á Blönduós í kvöld, fimmtudaginn 2. júní, og halda tónleika í Blönduóskirkju kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Väljaots.
Meira

Ásgeir Trausti er fínn með morgunkaffinu / ÓLAFUR RÚNARS

Að þessu sinni tekur Tón-lystin hús á Ólafi Rúnarssyni sem er árgerð 1970. Hann er innfæddur Garðbæingur en býr nú á Hvammstanga og kennir þar við Tónlistarskóla Húnaþings vestra en að auki kennir hann líka við Auðarskóla í Dölum. Ólafur segir að pabbi hans eigi rætur að rekja á Refsstaði í Laxárdal sem og Björnólfsstaði í Langadal og Litlu-Ásgeirsá í Þorkelshólshreppi sem nú er í Húnaþingi vestra.
Meira

Skýrslu um blóðtöku úr fylfullum hryssum skilað til matvælaráðherra

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skipaði í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kringum blóðtöku úr fylfullum hryssum hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslunni er rýnt í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið.
Meira

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi sem skilar sér í betri ákvörðunum og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á.
Meira

Styrkjum úthlutað úr atvinnumálum kvenna - Verkefni á Norðurlandi vestra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna og fengu 42 verkefni styrki samtals að fjárhæð 40.000.000 kr. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað frá árinu 1991 og eru þeir ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
Meira

„Ég er aldrei með bækur á náttborðinu“

Nú ræðst Bók-haldið ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og bankar kurteislega á dyrnar hjá blaðamanninumm og bókmenntagagnrýnandanum Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Þetta er nú kannski ekki alveg satt. Kolbrún, sem fæddist í Reykjavík árið 1957 og býr þar, fær raunar aðeins sendan tölvupóst með spurningalista Bók-haldsins...
Meira

Hornfirðingar lögðu Húnvetninga

Kormákur/Hvöt spilaði á Hornafirði í dag við lið Sindra í 3. deildinni. Húnvetningar voru í öðru sæti deildarinnar að loknum þremur leikjum en máttu lúta í gras í dag. Lokatölur 2-1.
Meira

Myndasyrpa frá brautskáningu FNV

Alls brautskráðust 112 nemendur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Athöfnin var sannarlega hátíðleg og létt yfir mannskapnum, enda lífið fengið fleiri liti í kjölfar tveggja ára í skugga Covid-19. Feykir fékk leyfi til að birta nokkrar myndir frá brautskráningardeginum; frá myndatöku, undirbúningi athafnar, athöfninni sjálfri og glaðbeittum nemendum og gestum að henni lokinni.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, þriðja grein :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var fjallað allítarlega um hrossaræktarsamböndin og starfið innan þeirra en það var auk umsvifamikils stóðhestahalds töluvert og þá að mestu í tengslum við búnaðarsamböndin og landsráðunautanna í hrossarækt, s.s. söfnun og frágangur folaldaskýrslna, aðkoma að sýningahaldi o.fl. Samstarfsvettvangur þeirra, Hrossaræktarsamband Íslands, nýttist og verulega þegar unnið var á sínum tíma að skilgreiningu dómskalans, stigunarkvarðanum, sem tekin var upp formlega árið 1990.
Meira

Útgáfu brautskráningarskírteina HÍ í tilteknum heilbrigðisgreinum flýtt

Háskóli Íslands hefur fallist á ósk heilbrigðisráðuneytisins um að flýta útgáfu brautskráningarskírteina þeirra nemenda í læknis- hjúkrunar- og lyfjafræði sem útskrifast í vor. Þetta er gert svo unnt sé að afgreiða starfsleyfi þessara stétta sem fyrst.
Meira