V-Húnavatnssýsla

Félag Hrossabænda fordæmir vinnubrögð við blóðtöku mera

Félags Hrossabænda hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem vinnubrögð, sem viðhöfð voru og sjást á myndbandi við blóðtöku úr hryssum, eru hörmuð og fordæmd. Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn félagsins hafa ávallt bent á að velferð hryssna og folalda í blóðhryssnabúskap þurfi að vera í fyrirrúmi.
Meira

Hvassri norðanátt og snjókomu spáð í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir smá hvelli í nótt, aðfaranótt miðvikudags, og hefur gefið út gula viðvörun vegna slæmrar veðurspár fyrir mest allt landið. Hér á Norðurlandi vestra gildir viðvörunin frá kl. 23 í kvöld til kl. 7 í fyrramálið. Á því tímabili má reikna með norðan 15-20 m/s og snjókomu, skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. „Varasamt ferðaveður,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.
Meira

Vetrarþjónustu mjög ábótavant við ferðamannastaði

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands telur það óásættanlegt að vetrarþjónustu að vegum á ferðamannastöðum á Norðurlandi sé jafn ábótavant og raun ber vitni. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á síðasta stjórnarfundi MN.
Meira

Tólf manns nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19

Heldur hefur nú fækkað í hópi þeirra íbúa á Norðurlandi vestra sem sæta einangrun vegna Covid-smita. Í þessari bylgju faraldursins nú í nóvember voru mest 20 manns í einangrun samtímis á svæðinu en samkvæmt stöðumynd frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra eru nú tólf manns í einangrun og 17 í sóttkví. Skiptingin er hnífjöfn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslna, sex í einangrun sitt hvoru megin Þverárfjalls og þrír í einangrun í sitt hvorri Húnavatnssýslunni.
Meira

Bytta Björns „dasks“ :: Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum

Byggðasafnið á Reykjum varðveitir töluvert marga báta en bátasmíði beggja vegna Húnaflóa var umfangsmikil á árum áður og margir rómaðir bátasmiðir sem létu eftir sig falleg og farsæl fley. Björn Guðmundsson (1830-1907) sem kallaður var daskari átti súðbyrtan smábát, gaflkænu, sem stundum voru kallaðar “byttur” vegna lögunar sinnar. Ekki er vitað um nafn, en hún var ævinlega kennd við eiganda sinn. Báturinn mun vera smíðaður á árunum 1870-78 og var gefinn safninu af Guðmundi Guðmundssyni í Grafarkoti í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er lítil skekta, 4,82 metrar á lengd, breidd: 1,43 m og dýptin 71-77 sm.
Meira

115 umsóknir um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Á heimasíðu SSNV segir frá því að frestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2022 rann út fyrir réttri viku, föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var góð og bárust alls 115 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 198 milljónum króna en til úthlutunar úr sjoðnum eru rúmar 70 milljónir króna.
Meira

Öflug starfsemi Leikflokks Húnaþings vestra :: Frumsýning á Pétri pan framundan og frumsamið leikrit í vor

Leikhópur Húnaþings vestra stefnir á að frumsýna leikritið um Pétur pan þann 11. desember á Hvammstanga. Samlestur hófst upp úr miðjum október og byrjuðu æfingar á fullum krafti 2. nóvember, sem ganga mjög vel að sögn Arnars Hrólfssonar, formanns Leikflokksins.
Meira

Covid-19 smit komið upp í FNV

Vegna Covid- smits sem kom upp hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fellur allt skólahald niður í dag samkvæmt skilaboðum sem send voru nemendum og foreldrum í morgun. Óvíst er hvað áhrif þessa smits eru víðtækt en þó ljóst að sýning Leikfélags Sauðárkróks á Ronju ræningjadóttur fellur niður í dag, þar sem einn leikarinn er kominn í sóttkví.
Meira

Óvænt uppákoma á bókarkynningu í Kakalaskála :: Geirmundur Valtýsson fékk glæsta hryssu að gjöf

Það var glatt á hjalla í Kakalaskálanum á sunnudaginn, þeir Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson boðuðu til hátíðar á messutíma til að kynna bók sína Guðni á ferð og flugi. Hins vegar var hátíðin tveir hálfleikir, Geirmundur Valtýsson var mættur og falið að spila á harmonikkuna og stýra söng sem hann gerði. En hið óvænta var að í upphafi kynnti Guðni að fram færi heimsviðburður því aðdáendur Geirmundar ætluðu að hefja samkomuna á að heiðra Geirmund fyrir að hafa spilað og sungið fyrir þjóðina í 65 ár og þar af með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í 50 ár eða hálfa öld.
Meira

Kóngur vill sigla en byr ræður :: Leiðari Feykis

Nú hafa formenn stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, rætt í þaula hvernig best sé að stjórna landinu næstu fjögur árin og hver eigi skilið að fara með völd ráðuneytanna. Sá langi tími sem farið hefur í samtalið er mörgum undrunarefni ekki síst þar sem þessi þrjú hafa sagt að samstarfið hafi gengið mjög vel á seinasta kjörtímabili og gagnkvæmt traust hafi ríkt milli þeirra. Þau vita nákvæmlega hvar hver stendur og þekkja væntingar hvers og eins. Hvers vegna tekur þetta þá svona langan tíma?
Meira