V-Húnavatnssýsla

Úr skjóli Hjaltadalsins í Evrópuslaginn í Brussel

Nú býður Feykir lesendum sínum að stökkva um borð í hraðlest til Brussel í Belgíu en þar hittum við fyrir hana Kristínu Kolku Bjarnadóttur. Hún starfar í þessari höfuðborg evrópskrar samvinnu sem lögfræðingur hjá Uppbyggingarsjóði EES. Kristín Kolka er fædd árið 1994 og er frá Hólum í Hjaltadal, foreldrar hennar eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson og síðan á hún tvo bræður, þá Gunnar Loga Guðrúnarson og Jón Kolka Bjarnason...
Meira

Ofnbakaður fiskréttur og krukkugotterí

Það er alltof sjaldan sem við borðum fisk á mínu heimili og ákvað ég því að koma með einn mjög góðan sem allir borða, allavega í mínum húsum. Þá fann ég einn girnilegan eftirrétt sem mig langar til að prufa um helgina, nema ég skipti út namminu í Daim því mér þykir það svo agalega gott. Báðar þessar uppskriftir og myndir koma af heimasíðunni gerumdaginngirnilegan.is
Meira

Siglufjarðarvegur lokaður

Víðast hvar er snjóþekja á vegum norðanlands og unnið að mokstri á helstu vegum. Éljagangur og skafrenningur víða, samkvæmt því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er í Blönduhlíð og á Siglufjarðarvegi sunnan Ketiláss.
Meira

Úthvíldir Dalbæingar spá í tunglið

Í skeyti frá Veðurklúbbi Dalbæjar segir að spámönnum hafi orðið ljóst á fundi þann 1. febrúar að áframhald verði á þeim mildu veðrum sem hafa leikið við Dalvíkinga síðan síðastliðið sumar þó hitastigið hafi núna breyst yfir í frost og sú úrkoma sem fellur verði því nánast bara í sínu fallega fasta hvíta formi.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Moussaka og ein frönsk

Matgæðingar vikunnar, tbl 5 2022, eru Linda Fanney Valgeirsdóttir frá Vatni á Höfðaströnd og eiginmaður hennar, Jóhannes Björn Arelakis frá Siglufirði. Linda Fanney starfar sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. og Jóhannes er sérfræðingur hjá Advania. Þau búa í Setberginu í Hafnarfirði ásamt dætrunum Karólínu Bríeti og Steinunni Diljá.
Meira

Rabb-a-babb 207: Helga Margrét

Nafn: Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölskylduhagir: Trúlofuð Mána Atlasyni lögmanni og eigum við saman Atla Stein sem er 17 mánaða orkubolti. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir Aðalheiðar Böðvarsdóttur og Þorsteins Sigurjónssonar, alin upp á Reykjum 2 í Hrútafirði. Starf / nám: Læknir, akkúrat þessa stundina starfa ég á kvenna- og fæðingadeild Landspítalans. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Mig langaði alltaf að vinna í apótekinu á Hvammstanga eða í gróðurhúsinu hjá Huldu frænku. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég er nokkuð viss um að ég muni eftir því þegar ég var enn á brjósti og systkini mín voru að stríða mér yfir því, enda að nálgast 4 ára aldurinn.
Meira

Undskyld, danske venner :: Leiðari Feykis

Það má segja að íslenska landsliðið í handbolta hafi gert garðinn frægan á Evrópumótinu sem nú er nýafstaðið og fór fram í Ungverjalandi og Slóvakíu. Væntingar voru ekki miklar fyrir mót og voru menn helst að vonast til að komast í hóp tíu bestu liða álfunnar á ný en það hafði ekki gerst síðan 2014 þegar Ísland endaði í 5. sæti á EM sem fram fór í Danmörku.
Meira

Myndarlegur borgarísjaki 20 sjómílur norður af Selskeri

Á vef Landhelgisgæslunnar segir frá því að varðskipið Þór hafi nú á mánudaginn siglt fram á myndarlegan borgarísjaka um 20 sjómílur norður af Selskeri á Húnaflóa. Áhöfn Þórs áætlar að ísjakinn sé um 250 metrar á lengd, 260 metrar á breidd og 15 metra hár. Landhelgisgæslan telur ástæðu til að vara sjófarendur við ísjakanum enda getur hann reynst varasamur, sérstaklega í myrkri.
Meira

Fjölbreytni í sveitarstjórnum

Þann 14. maí nk. verður kosið til sveitarstjórna í landinu. Í dag eru nærri 70 sveitarfélög í landinu, og þau eru grundvallareining í stjórnskipan landsins. Stjórnsýsla þeirra er mikilvæg í lýðræðislegri ákvörðun um grunnþjónustu í nærsamfélagi íbúa landsins. Það er því gríðarlega mikilvægt hverju sveitarfélagi að sveitarstjórnin endurspegli sem best íbúasamsetningu þess.
Meira

Óbreyttum samningi við Reykjatanga vegna Skólabúðanna að Reykjum ekki framhaldið

Samningur um rekstur skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði er runninn út og verður ekki framlengdur í óbreyttri mynd, eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Húnaþings vestra en hann hefur verið tvíframlengdur við núverandi rekstraraðila. Reykjatangi ehf. hefur starfrækt búðirnar frá árinu 2003 en eigendur eru hjónin Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir. Hafa þau lýst áhuga á að halda rekstrinum áfram en í fyrrnefndri fundargerð kemur jafnframt fram að aðrir áhugasamir aðilar hafi einnig gefið sig fram.
Meira