Arnaldur Indriðason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.11.2021
kl. 17.33
Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en þau eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu, þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Sérstaka viðurkenningu dags íslenskrar tungu hlaut að þessu sinni Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona.
Meira