V-Húnavatnssýsla

Arnaldur Indriðason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Arnaldur Indriðason rithöfundur hlaut í dag Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar en þau eru veitt árlega, á degi íslenskrar tungu, þeim einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Sérstaka viðurkenningu dags íslenskrar tungu hlaut að þessu sinni Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona.
Meira

Ó þú jörð :: Dagur íslenskrar tungu er í dag

Ó þú jörð, sem er yndi þúsunda, blessuð jörð sem ber blómstafi grunda sárt er að þú sekkur undir mér. Hef ég mér frá þér hér og hníg til þín aftur, mold sem mannsins er magngjafi skaptur sárt er að þú sekkur undir mér (Jónas Hallgrímsson, 1844)
Meira

Nýir sviðsstjórar ráðnir til Háskólans á Hólum

Í kjölfar nýlegrar endurskoðunar á framtíðarsýn Háskólans á Hólum og stefnumótun fyrir árin 2021-2025 hafa verið ráðnir tveir nýir sviðsstjórar sem taka munu sæti í framkvæmdaráði skólans. Báðar stöðurnar eru nýjar í skipuriti skólans og munu vinna sérstaklega með framtíðarsýn hans um að vera þekkt sem framúrskarandi fjölþjóðlegt lærdómssamfélag, eftir því sem fram kemur á Holar.is. Þar kemur ennfremur fram að sviðsstjórunum sé einnig ætlað að styrkja innra starf skólans og tengsl við atvinnulíf og samfélag.
Meira

Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit tekið í notkun á morgun

Meðalhraðaeftirlit á tveimur vegarköflum verður gangsett á morgun, 16. nóvember 2021 kl. 12:00. Í fyrsta sinn á Íslandi verður sú aðferð notuð að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að rannsóknir sýni að sjálfvirkt hraðaeftirlit virki vel til að halda niðri umferðarhraða og fækka slysum. Þar á bæ er vonast til að hægt verði að fjölga meðalhraðaköflum á næstu misserum.
Meira

Tryggingagjaldið er barn síns tíma!

Samkvæmt lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald er gjaldinu ætlað að fjármagna ákveðna þætti sem eiga það að mestu sammerkt að verja fyrir tekjufalli vinnandi fólk og þá sem fallið hafa út af vinnumarkaði vegna óvinnufærni. Undir þetta falla til dæmis starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður, Fæðingarorlofssjóður, TR og fleira, auk framlags til lífeyrissjóða til að jafna örorkubyrði.
Meira

Norðurstrandarleið hlýtur nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar

Markaðsstofa Norðurlands var tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í fyrradag. Tilnefninguna hlaut MN vegna Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way, sem opnaði við hátíðlega athöfn árið 2019 og hefur orðið að stórum segli í ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Meira

Fór huldu höfði í skjóli bænda í Skagafirði :: Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga

Út er komin bókin, Markús. Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga, eftir sagnfræðinginn Jón Hjaltason. Markús þessi var Ívarsson, Eyfirðingur og nokkuð fyrir heiminn eða hvað á að segja um mann sem átti fimmtán börn með átta konum? Og til að bæta gráu ofan á svart komst hann upp á kant við lögin, sat þrjú ár í betrunarhúsi í Kaupmannahöfn og gerðist seinna flóttamaður, sá seigasti í því fagi sem Ísland hefur átt. Markús andaðist 1923 og hafði þá verið eftirlýstur síðan hann strauk úr tukthúsi á Akureyri árið 1881.
Meira

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra þótti heppnast vel

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn miðvikudaginn 10. nóvember og fór fram á Zoom. Á vef SSNV segir að þetta hafi verið í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn og voru netgestir um 40 talsins. Flutt voru fimm áhugaverð erindi sem öll tæptu á efni tengdu greininni í ljósi núverandi stöðu og framtíðarhorfa að því leyti sem hægt er að ráða í þær.
Meira

Hertar aðgerðir vegna Covid-19 – Sautján smitaðir á Norðurlandi vestra

Enn förum við halloka í baráttunni við vágestinn Covid-19 og í morgun ákvað ríkisstjórnin, í samráði við sóttvarnaryfirvöld, að herða þyrfti enn frekar á samkomutakmörkunum. Frá og með miðnætti verða almennar fjöldatakmarkanir miðaðar við 50 manns en með notkun hraðprófa verður heimilt að efna til viðburða með að hámarki 500 manns í sóttvarnahólfi.
Meira

Heilbrigðisstofnunum úthlutað 350 milljónum króna til tækjakaupa og tæknilausna

Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að úthluta af safnliðum fjárlaga 270 milljónum króna til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og 80 milljónum króna til tæknilausna sem nýtast í þágu aldraðra sem búa heima en bíða eftir hjúkrunarrými og þurfa á mikilli þjónustu að halda. Heilbrigðisstofnun Vesturlands fær 70 m.kr. og Heilbrigðisstofnun Norðurlands 50 m.kr.
Meira