Viðburðaríkt ár hjá Textílmiðstöð Íslands
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
17.12.2021
kl. 10.56
Þetta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Textílmiðstöð Íslands og nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka. Ullin var í sviðsljósinu síðastliðið vor þegar haldið var „Ullarþon“ í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Yfir 100 aðilar tók þátt í hugmyndasamkeppni um íslenska ull og viljum við þakka öllum sem að keppninni komu kærlega fyrir þátttökuna og samstarfið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti vinningsteymum verðlaun við hátíðlega athöfn á HönnunarMars í Reykjavík þann 20 maí. Upplýsingar um vinningshafa og þeirra hugmyndir má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar: https://www.textilmidstod.is
Meira