V-Húnavatnssýsla

Viðburðaríkt ár hjá Textílmiðstöð Íslands

Þetta ár hefur verið viðburðaríkt hjá Textílmiðstöð Íslands og nú þegar jól og áramót nálgast er gott að líta til baka. Ullin var í sviðsljósinu síðastliðið vor þegar haldið var „Ullarþon“ í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Yfir 100 aðilar tók þátt í hugmyndasamkeppni um íslenska ull og viljum við þakka öllum sem að keppninni komu kærlega fyrir þátttökuna og samstarfið. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti vinningsteymum verðlaun við hátíðlega athöfn á HönnunarMars í Reykjavík þann 20 maí. Upplýsingar um vinningshafa og þeirra hugmyndir má finna á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar: https://www.textilmidstod.is
Meira

Meistaraflokkur Kormáks Hvatar auglýsir eftir aðalþjálfara

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar spilar sumarið 2022 í 3. deild í meistaraflokki karla. Afar metnaðarfullt starf er unnið á Blönduósi og Hvammstanga, þar sem sterkur kjarni heimamanna sem hafa spilað lengi saman mynda hryggjarstykki liðsins. Undanfarin sumur hafa lykilleikmenn verið sóttir erlendis frá, svo hér er um að ræða afar spennandi verkefni fyrir metnaðarfullan þjálfara.
Meira

Hreindýr setja upp jólin – best skreytta hurðin valin

Hurðir á skólastofum í Grunnskóla Húnaþings vestra voru mjög hugvitssamlega skreyttar þegar haldin var jólaskreytingakeppni milli bekkja á uppbrotsdegi í skólanum nú nýlega. Sigurvegarinn reyndist vera Hreindýr setja upp jólin en mikill metnaður var lagður í skreytingarnar og sjá mátti margar bráðskemmtilegar útfærslur.
Meira

Síðasti Feykir ársins veglegur að vanda

Í dag rann úr prentvél Nýprents síðasti Feykir ársins 2021 og er blaðið þegar farið í dreifingu. Um er að ræða svokallað jólakveðjublað og blaðið því yfirfullt af jólakveðjum, auglýsingum og vonandi efni sem glatt getur lesendur.
Meira

Í desember - Jólalag dagsins

Nýjasta jólalag í heimi, alla vega í Skagafirði, er jólalag dagsins hér á Feykir.is „Glænýtt! Skagfirskt og samið í byrjun desember,“ segir höfundurinn Brynjar Páll Rögnvaldsson, tónlistarmaður á Sauðárkróki.
Meira

Leikur tungl við landsins enda

Það fer ekkert mikið fyrir þeim hvíta þessa dagana (nema á skíðasvæðinu í Tindastólnum) og skammdegið því enn drungalegra en ella. Veðurstofan virðist gera ráð fyrir minniháttar hitabylgju fram yfir helgi með tilheyrandi sunnanáttum og eru því talsverðar líkur á rauðum jólum að þessu sinni.
Meira

Fróðleikur úr fjöllunum og magnaðar myndir :: Hvammshlíðardagatal 2022 komið út

Enn á ný má finna hið skemmtilega dagatal Karólínu í Hvammshlíð sem, auk þess að halda manni við réttu dagana, er jafnan fræðandi og prýtt fjölda mynda.
Meira

Samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla tryggt

Fulltrúar frá Ungmennafélaginu Kormáki og frá Ungmennafélaginu Hvöt funduðu í gærkvöldi um þá stöðu sem sameiginlegt meistaraflokkslið karla í knattspyrnu var komið í en Feykir sagði frá því fyrir helgi að slitnað hefði upp úr tíu ára samstarfi félaganna.
Meira

17,2 milljarðar í framlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt skiptihlutfall vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2021. Áður hafa verið gefnar út tvær áætlanir fyrir árið. Áætlað er framlög ársins 2021 nemi rúmum 17,2 milljörðum króna.
Meira

Opið hús í Grunnskóla Húnaþings vestra

Fyrr í haust var tekinn í notkun hluti nýrrar viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Að því tilefni verður opið hús í skólanum á morgun, þriðjudaginn 14. desember, frá kl. 16–18 og gefst íbúum og gestum tækifæri til að skoða nýbygginguna en í viðbyggingunni er mötuneyti, fjölnota salur, rými fyrir frístundir, skrifstofur skólastjórnenda og Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Feykir tók púlsinn örsnöggt hjá Sigurði Ágústssyni skólastjóra.
Meira