V-Húnavatnssýsla

Ræktum Ísland - Hringferð um landið hefst í kvöld

Fyrsti fundur í hringferð um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, fer fram í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kl. 20 í kvöld. Á morgun fer fram fundur á Ísafirði en alls er boðað til tíu opinna funda um allt land á næstu 16 dögum. Einn fundur verður haldinn á Norðurlandi vestra og mun fara fram á Blönduósi þann 8. júní.
Meira

RML gefur út fræðsluefni fyrir holdgripabændur

Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur gefið út fræðsluefnisbækling fyrir holdagripabændur, en undanfarið hafa starfsmenn RML unnið að gerð hans. Í bæklingunum er snert á flötum eins og beitarskipulagi, nautum og kvígum til ásetnings, áhrifum holdafars á frjósemi, fráfærur, uppeldi og margt fleira.
Meira

36 bátar á strandveiðum í síðustu viku á Norðurlandi vestra

Á Króknum var landað rúmum 507 tonnum í síðustu viku og var Drangey SK 2 aflahæst með rúm 204 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Þá landaði einnig Silver Fjord tæpum 150 tonnum af rækju og Málmey SK 1 var með rúm 137 tonn af þorski. Tíu strandveiðibátar lönduðu á Króknum, alls 13.261 kg, og einn bátur landaði 2.981 kg af grásleppu. Á Skagaströnd voru 24 strandveiðibátar sem lönduðu tæpum 39 tonnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var eini báturinn sem var á línuveiðum, Óli á Stað GK 99, og landaði 5.099 kg. Tveir bátar lönduðu á Hofsósi og voru þeir báðir á strandveiðunum með alls 2.533 kg. Á Hvammstanga lönduðu einnig tveir bátar en annar þeirra var á grásleppuveiðum með 2.501 kg og hinn á dragnótarveiðum með alls 2.568 kg. Alls var landað 558.913 kg á Norðurlandi vestra.
Meira

Opið hús í Útibúinu, skrifstofusetri á Hvammstanga

Á dögunum greindi SSNV frá því að búið væri að velja nafn á skrifstofusetrið sem sett hefur verið upp í húsnæði Landsbankans, Höfðabraut 6, á Hvammstanga. ÚTIBÚIÐ er nafnið sem var valið eftir að óskað hafði verið eftir tillögum að nafni.SSNV býður fólki á opið hús í Útibúinu á morgun, 3. Júní frá 16-18.
Meira

Vilja sjóð sem styrkir uppbyggingu íþróttamannvirkja á landsbyggðinni

Á 339. fundi Sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var miðvikudaginn 12. maí 2021 lagði Magnús Vignir Eðvaldsson sveitarstjórnarfulltrúi N-listans fram bókun þar sem skorað er á stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem styrkir minni sveitarfélög á landsbyggðinni til uppbyggingar íþróttamannvirkja.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta meðaldurinn á Norðurlandi vestra

Byggðastofnun hefur uppfært íbúafjöldamælaborð sitt með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2021. Í mælaborðinu eru byggðakjarnar og sveitarfélög sýnd á korti og upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu birtast þegar músarbendill er færður yfir svæði á kortinu.
Meira

Félagsmót og úrtaka fyrir fjórðungsmót undirbúin

Nú eru hestamannafélögin á Norðurlandi vestra farin að undirbúa sín félagsmót sem einnig eru auglýst sem úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands en það mót verður haldið 7.-11. júlí í sumar. Skagfirðingur ríður á vaðið og heldur sitt mót um næstu helgi.
Meira

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021.

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.
Meira

Markaðsráð Kindakjöts auglýsir eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða

Markaðsráð Kindakjöts hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna sauðfjárafurða. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní. Auglýst er eftir umsóknum og styrkjum úthlutað tvisvar á ári. Einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar og fyrirtæki geta sótt um styrki vegna sauðfjárafurða hjá Markaðsráði Kindakjöts. Greint er frá þessu á vef SSNV.
Meira

Hafði planað ferð á tónleika með Paul en þá kom Covid... / RAGNAR KARL

Það er Ragnar Karl Ingason (1964) sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Ragnar býr á Grandanum í Reykjavík en fæddist og ólst upp á Hvammstanga, sonur Sigríðar Karlsdóttir sjúkraliða og Inga Bjarnasonar mjólkurfræðings. „Móðir mín ólst upp á Laugarbakka í Miðfirði en faðir minn flutti á sínum tíma til Hvammstanga frá Selfossi,“ segir Ragnar Karl sem einnig bjó um tíma á Blönduósi.
Meira