V-Húnavatnssýsla

Íbúafundur og kynning í Húnaþingi vestra á hugmyndum um nýtingu vindorku

Íbúafundur um nýtingu vindorku í landi Sólheima í Dalabyggð verður haldinn þriðjudaginn 15. júní klukkan 17:00 í Tangarhúsi á Borðeyri, Húnaþingi Vestra.
Meira

Það er líf í landinu

Svo að landsbyggðin vaxi og dafni er mikilvægt að til staðar sé öflug byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið sem finna má í byggða- fjarskipta og samgönguáætlunum. Hægt er að fylgjast með framgangi þessara áætlana á nýrri heimasíðu sem haldið er úti af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Vefurinn er undir léninu vegvisir.is og er gagnvirkur upplýsingarvefur þar sem hægt verður að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.
Meira

Sumaropnunartímar sundlauga á Norðurlandi vestra

Nú þegar sumarið er komið í fullt swing er gott að kynna sér opnunartíma sundlauganna á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi vestra eru glæsilegar sundlaugar sem enginn verður svikin af að heimsækja. 
Meira

Heitavatnslaust í Hrútafjarðaveitu þann 8. júní

Heitavatnslaust verður í Hrútafjarðaveitu þriðjudaginn 8. júní kl 8 vegna framkvæmda á borholu á Reykjartanga.
Meira

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fara fram þann 25. september. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, leiðir listann. Í 2. sæti er Bjarney Bjarnadóttir, kennari, Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, situr í 3. sæti listans og Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi, er í 4. sæti.
Meira

Kynningarfundur um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur boðað til kynningarfundar 10. júní í safnaðarheimili Hvammstangakirkju á niðurstöðum starfshóps um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi og starfshóps um fjölnota rými í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Meira

Kormákur/Hvöt á sigurbraut í fjórðu deildinni

Kormákur/Hvöt lagði leið sína í Fagralundinn í Kópavogi Laugardagskvöldið 5. Júní sl. þar sem að liða Vatnalilja tók á móti þeim í D-riðli 4. Deildarinnar. Leikurinn endaði 1:2 fyrir Kormák/Hvöt.
Meira

Tvö ár síðan að Húnaþing vestra tók á móti sýrlenskum fjölskyldum

Um þessa mundir eru liðin tvö ár frá því að Húnaþing vestra tók á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum með samningi við félags- og barnamálaráðuneytið um móttöku kvótaflóttafólks. "Þessi tvö ár hafa verið gefandi og lærdómsrík fyrir allt samfélagið", segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Örlítið raus um sinu - Áskorendur Hartmann Bragi Stefánsson og og Ólöf Rún Skúladóttir Húnaþingi

„...það ætti að vera knippi af henni í fánanum okkar“ sagði Jón Gnarr í sýningu sinni Ég var einu sinni nörd, og talaði þar um hinn stórvaxna og tignarlega snarrótarpunt. Á meðan norðanáttin ríkir hér á landi með sinn þurrakulda gengur vorið hægt í garð. Nýgræðingur lítið kominn af stað þegar þetta er skrifað, og aðeins gulbrúna sinuna að sjá í úthögum. Það var útsýnið á sinuna út um stofugluggann sem kveikti hugmynd að einhverju að skrifa um, þar sem eftir langan umhugsunarfrest var enn fátt um góðar hugmyndir.
Meira

Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn

Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira