V-Húnavatnssýsla

Fyrsta framhaldsprófið í söng frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Í gær voru haldnir burtfararprófstónleikar Elvars Loga Friðrikssonar í Blönduóskirkju en Elvar Logi þreytti framhaldspróf í klassískum söng undir leiðsögn Ólafs Rúnarssonar söngkennara og Elinborgar Sigurgeirsdóttur fv. skólastjóra og tónfræðikennara, og voru tónleikarnir hluti af því.
Meira

Styttist í að framkvæmdir við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá fari í útboð

Eins og sjálfsagt flestir íbúar á Norðurlandi vestra vita þá stendur til að hefja framkvæmdir við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá á næstunni en heildarlengd nýrra vega- og brúar verða um 11,8 km. Nú styttist í að verkið verði boðið út en fjárveitingar til verksins eru á samgönguáætlun fyrir árin 2022 til 2024 eða samtals um tveir milljarðar króna og verður stærsta verkefni Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra næstu misserin.
Meira

Vilja starfsstöð RARIK aftur á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir bókun byggðarráðs þar sem skorað er á stjórn RARIK að endurskoða staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. Ítrekar sveitarstjórn enn og aftur mikilvægi þess að opna að nýju starfsstöð RARIK á Hvammstanga og hvetur stjórn þess til að endurvekja starfsstöðina og tryggja með því öryggi íbúa og þjónustu á Norðurlandi vestra.
Meira

Gefum börnunum hljóðfæri í sumargjöf

Nú er Eurovision að baki og allri umræðu sem því fylgir að mestu lokið. Fólk hefur fundið ýmsar hliðar á keppninni til að gasa um; Framlag Íslands, forgang Eurovision-fara í bólusetningu, hvort Gísli Marteinn geti ekki bara verið heima hjá sér, eða hvort skattpeningar sínir séu að fara í þetta? En hvað sem því líður, þá held að það skipti ekki máli hvort umræðan sé neikvæð eða jákvæð fyrir Eurovision, því ég held því fram eins og margir aðrir að öll umfjöllun sé góð umfjöllun.
Meira

R-rababaraveisla á Sjávarborg í Nýsköpunarviku

Veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga mun bjóða uppá rababaradrykki- og mat vikuna 26. maí – 2. júní í samstarfi við R-rabbabara, lítið fyrirtæki á Svalbarðseyri sem sérhæfir sig í að framleiða matvörur úr íslenskum rababara og koma honum á framfæri. Á boðstólnum verða rababarakokteilar, fiskréttir og rababarapæ sem dæmi.
Meira

Bæjarhátíðir á Norðurlandi vestra í sumar

Nú er sumarið að ganga í garð og allt sem því fylgir og þar á meðal bæjarhátíðir. Í sumar er fyrirhugað að halda þrjár bæjarhátíðir á Norðurlandi vestra, Eldur í Húnaþingi í Húnaþingi vestra, Húnavaka á Blönduósi og Hofsós Heim á Hofsósi. Feykir hafði samband við skipuleggjendur hátíðanna og kynnti sér þær nánar.
Meira

Útskrift fíkniefnaleitarhunda og umsjónarmanna þeirra

Nú á dögunum fór fram útskrift fíkniefnaleitarhunda og þjálfara í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal þar sem útskrifuð voru fjögur ný teymi hunda og þjálfara ásamt því að fimm önnur teymi luku endurmati.
Meira

Frelsið og jörðin

Frelsið er grundvallarþáttur í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsi til búsetu, frelsi til mennta, frelsi til atvinnu, frelsi til viðskipta og frelsi til athafna. Innifalið í athafnafrelsinu m.t.t. hinna dreifðu byggða landsins, skyldi vera frelsi til að stunda þá búgrein sem hentar viðkomandi bújörð og þar sem viðkomandi ábúandi getur nýtt og virkjað menntun sína, reynslu og áhugasvið.
Meira

„Blaðið birtist fyrst á óvenju miklum átakatímum,“ segir Ingi Heiðmar, dyggur áskrifandi Feykis í 40 ár

Í tilefni afmælistímamóta Feykis var ákveðið að hafa upp á einum áskrifanda sem fengið hefur blaðið inn um lúguna frá upphafi og kom þá nafn Inga Heiðmars Jónssonar upp í hugann en hann getur hæglega talist fulltrúi Húnvetninga, Skagfirðinga og brottfluttra í lesendahóp blaðsins. "Ég álít að þetta blað hafi skilað íbúunum drjúgum ávinningi," segir hann.
Meira

Fékk boltann beint í höfuðið og steinlá í grasinu - Liðið mitt Helena Magnúsdóttir

Það er nú ekki ónýtt að hafa fyrrverandi meistaradeildarleikmann Breiðabliks í sjúkrateymi Tindastóls, bæði í fótbolta og körfu en Helena Magnúsdóttir eða Lena sjúkraþjálfari, hefur sinnt því hlutverki um margra ára bil. Hún starfar við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki en passar upp á leikmenn kvenna og karla þess utan með sínu árangursríka nuddi. Á heimasíðu KSÍ má finna fótboltaferil Lenu sem hófst hjá Breiðablik í 1. deild kvenna árið 1994 og þar á hún alls 32 meistaraflokksleiki fram til 1999 er deildin kallaðist Meistaradeild kvenna. Lena svarar spurningum í Liðinu mínu.
Meira