V-Húnavatnssýsla

Týndi snúbba sem fannst svo á öruggum stað

Kanínur eru fyrirtaks inni gæludýr, með frábæran persónuleika og geta verið mjög skemmtilegar. Þær eru líka mjög félagslyndar en þær þurfa líka sitt einkapláss en vilja þó alltaf vera nálægt fjölskyldunni því þær hafa ríka þörf fyrir samskipti og hreyfingu en þurfa einnig að hafa eitthvað við að vera.
Meira

Þrjú smit til viðbótar á Króknum

Greint er frá því á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra að þrír hafi greinst jákvæðir með covid-19 smit í gær á Sauðárkróki og hafa því alls 14 aðilar greinst frá því fyrir helgi. Þrettán eru í einangrun á Króknum en einn tekur einangrunina út utan svæðisins.
Meira

Arnar HU 1 landaði rúmum 532 tonnum

Í síðustu viku voru það hvorki meira né minna en 45 bátar sem voru á veiðum á Norðurlandi vestra og er greinilegt að strandveiðarnar eru byrjaðar.
Meira

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Ákvörðunin er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði.
Meira

142 metra löng snekkja í Skagafirði

Þeir sem litu yfir fjörðinn fagra í morgunsárið í dag urðu ekki fyrir vonbrigðum því inn fjörðinn sigldi ein stærsta snekkja heims. Það er viðskipta­jöf­urinn And­rey Melnit­sén­kó sem er eigandi skútunnar og er Melnit­sén­kó sagður vera, sam­kvæmt viðskipta­rit­inu For­bes, 95. rík­asti maður heims og í sjö­unda sæti yfir auðug­ustu Rúss­ana.
Meira

Tveir til viðbótar greindust með Covid á Sauðárkróki

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú fyrir stundu kemur fram að tvö ný Covit-19 smit hafi greinst á Sauðárkróki í gærkvöldi. Þar með er fjöldi smitaðra í bænum kominn upp í ellefu.
Meira

Valgarður Lyngdal Jónsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september í haust var samhljóða samþykktur á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöldi. Áður hafði verið kosið í þrjú efstu sætin á aukakjördæmaþingi þann 27. mars sl. en uppstillinganefnd sá um að stilla upp á listann frá fjórða sæti. Á listanum má finna fjóra aðila á Norðurlandi vestra sá efsti, Gunnar Rúnar Kristjánsson í Austur-Húnavatnssýslu, í 6. sæti.
Meira

Níundi einstaklingurinn greindist með Covid á Króknum

Einn bættist í hóp Covid-19 smitaðra á síðasta sólarhring á Sauðárkróki og 52 fleiri sitja í sóttkví í Skagafirði þar af fóru 48 manns í sóttkví á Króknum. Nú sæta níu manns einangrun á Króknum og 314 manns sóttkví en 70 annars staðar í Skagafirði. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að búast megi við því að eitthvað gæti átt eftir að bætast við í sóttkví næstu daga.
Meira

Jónína Björg Magnúsdóttir í framboði fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi

Góðan daginn Norðlendingar og gleðilegt sumar. Ég heiti Jónína Björg Magnúsdóttir, 55 ára og er í 2. sæti á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi til Alþingiskosninga sem fara fram 25. sept. 2021. Mig langar til að kynna sjálfa mig í kjördæminu og fyrir hvaða skoðanir og lífsgildi ég stend en fyrst ber að kynna hverra manna ég er.
Meira

Þjóðvegir á hálendinu - Morgunfundur Vegagerðarinnar

Vegagerðin stendur fyrir málþingi um þjóðvegi á hálendinu í beinu streymi í dag frá klukkan 9.00 til 12.30. Eitt af verkefnum Vegagerðarinnar samkvæmt samgönguáætlun 2020-2034 er að móta stefnu um hönnun vega á hálendi Íslands í samræmi við áherslur í landsskipulagsstefnu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hún stígi nú sín fyrstu skref í þessa átt en vill fyrst af öllu heyra skoðun ólíkra hópa á málefninu. Hvernig þeir sjái fyrir sér vegi á hálendinu, hvar þeir eigi að vera, hvernig og hverjum þeir skuli þjóna.
Meira