Hjólað í vinnuna - Leiðari Feykis
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.05.2021
kl. 13.56
Það er gaman að fylgjast með því hvernig mannlíf hefur breyst í gegnum árin og hvernig fólk hefur brugðist við breyttu samfélagi. Margir hafa aukið útiveru og stunda heilbrigðan lífsstíl ólíkt því sem ég man eftir frá því ég sjálfur var á unglingsárum. Ekki rekur mig minni til að hafa séð hlaupandi manneskju nema fótboltaiðkendur og einstaka frjálsíþróttamenn á íþróttavellinum. Ef svo skyldi hafa verið að ég hafi séð einhvern á hlaupum var hann annað hvort á eftir einhverju húsdýri eða of seinn í búðina.
Meira