V-Húnavatnssýsla

Bændur gerðir útverðir þjóðarinnar og styrktir til landgræðslu, skjólbelta- og skógræktar

Flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur opnað heimasíðu, x-o.is, en þar er hægt að finna ítarlega stefnuskrá flokksins í 66 liðum auk tveggja glærukynninga með Landbúnaðarstefnu og Sjávarútvegsstefnu flokksins.
Meira

Tveir af Norðurlandi vestra taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi

Nú er komið í ljós hverjir gefa kost á sér í framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar en kjörnefnd flokksins í kjördæminu kom saman í gærkveldi og fór yfir þau framboð sem bárust. Alls bárust níu framboð og voru þau öll úrskurðuð gild. Tveir þeirra eru búsettir á Norðurlandi vestra.
Meira

Svæðisbundnar samkomutakmarkanir vegna hópsmits í Skagafirði

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur sett reglugerð sem kveður á um svæðisbundnar takmarkanir á samkomum í sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Á vef ráðuneytisins kemur fram að reglugerðin feli í sér að þær afléttingar á landsvísu sem tóku gildi í dag eigi ekki við á því svæði. Þar gilda áfram sömu takmarkanir og verið hafa undanfarnar vikur, tímabundið til og með 16. maí næstkomandi.
Meira

Vísindi og grautur - Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?

Sjöunda erindi vetrarins í fyrirlestarröð Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur, verður haldið miðvikudaginn 12. maí nk. Þar mun Antje Neumann, lektor við Háskólann á Akureyri, flytja erindið: „Protecting Polar Wilderness and Tourism: Two sides of a coin?“ sem utleggja má sem „Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?“
Meira

Ráðist í harðar aðgerðir í Skagafirði til að takmarka frekari útbreiðslu Covid-19

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fundaði í dag vegna fjölda nýrra Covid 19 smita í Skagafirði síðustu daga. Alls hafa sex jákvæð sýni verið greind og á þriðja hundrað manns sett í sóttkví. Mikill fjöldi sýna hafa verið tekin í gær og í dag og ætla má að fjöldi þeirra sé um 400.
Meira

Fjórir smitaðir af Covid í Skagafirði og 72 komnir í sóttkví

Fjórir eru smitaðir af kórónuveirunni og 72 í sóttkví í Skagafirði samkvæmt upplýsingum Almannavarna á Norðurlandi vestra en unnið er að smitrakningu og er af þeim sökum töluverður fjöldi kominn í úrvinnslusóttkví. „Þetta tengist vinnustað í bænum. Hún er þess eðlis þessi starfsemi að þetta getur teygt sig í ýmsar átti þannig að menn eru bara að reyna að gæta varúðar,“ er haft eftir Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar í frétt á Vísi.is. Sýnatökur og smitrakning er í fullum gangi.
Meira

Lilja Rafney tekur annað sæti VG í NV-kjördæmi

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna lýsti því yfir á landsfundi hreyfingarinnar í gær að hún ætli að taka sæti á lista í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Lilja Rafney bauð sig fram í oddvitasæti í forvali í apríl en varð að lúta í lægra haldi fyrir Bjarna Jónssyni, varaþingmanni og sveitarstjórnarmanni VG í Skagafirði.
Meira

Um heilsuöryggi kvenna

Fyrrum nemandi minn, nú fjögurra barna móðir í Bolungarvík, fór á dögunum til kvensjúkdómalæknis. Hún lýsti einkennum fyrir lækninum og læknirinn tók leghálssýni, sagði henni síðan að samkvæmt lýsingunum gæti verið um frumuvöxt eða krabbamein að ræða en nú tæki við 8-10 vikna bið eftir niðurstöðum greiningar á sýninu.
Meira

Byggingarfulltrúi Húnaþings vestra lætur af störfum

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra hefur látið af störfum en á heimasíðu sveitarfélagsins er honum þökkuð vel unnin störf í þágu þess og honum óskað alls hins besta í framtíðinni. Eins og Feykir hefur greint frá var gerður tímabundinn samningur við Blönduósbæ um verkefni byggingarfulltrúa Húnaþings vestra og hefur Skúli Húnn Hilmarsson verið ráðinn í tímabundna stöðu aðstoðarmanns byggingarfulltrúa.
Meira

Á forsendum byggðanna

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fer fram dagana 16. og 19. júní næstkomandi þar sem ég gef kost á mér í 2. sæti listans. Á þingferli mínum kjörtímabilið 2016 til 2017, og sem 1. varaþingmaður á yfirstandandi kjörtímabili, hef ég verið svo lánsamur að vinna með fjölda fólks um allt kjördæmið að góðum málum og fagnað með því ýmsum merkum áföngum. En róðurinn hefur líka víða verið þungur. Óskir um margvíslegar úrbætur eru skiljanlegar og réttmætar.
Meira