V-Húnavatnssýsla

Tilslakanir á sóttvörnum

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Þetta var tilkynnt í dag.
Meira

Hvað hefur Hjaltland að bjóða ferðamanninum? – Vísindi og grautur

Sjötta erindi vetrarins í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur, sem haldið er af Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, verður haldið í dag þriðjudaginn 13. apríl klukkan 13. Þar mun Andrew Jennings, lektor við „University of Highlands and Islands“ í Skotlandi flytja erindið: „Shetland tourism - What does Shetland have to offer the tourist and what has been the impact of Covid-19?“
Meira

Lausnin er úti á landi

Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein.
Meira

Mótast mökunarköll landsela við Ísland af ógnum í umhverfi?

Landselsbrimlar við Íslandsstrendur virðast gefa frá sér lengri og lægri hljóð á fengitíma en landselir við Danmörku og Svíþjóð og það gæti markast að mögulegri ógn í umhverfi þeirra samkvæmt því sem fram kemur í niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík, Selasetur Íslands, Hafrannsóknastofnun, Syddansk Universitet og Árósaháskóla í Danmörku. Greint er frá niðurstöðunum í grein í nýjasta hefti vísindaritsins JASA Express Letters.
Meira

Leitin að Fugli ársins 2021 er hafin

Á vef Fuglaverndar segir að fuglar séu hluti af daglegu lífi fólks og flestir eigi sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur. „Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verða úrslitin kynnt á sumardaginn fyrsta.“
Meira

Númerslausir bílar og óþrifnaður á íbúðarlóðum

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hyggst nú á vordögum fjarlægja númerslausa bíla og annað á lóðum sem þykir til lýta á umhverfi en samkvæmt tilkynningu frá HNV er leyfilegt að geyma númerslausan bíl á innkeyrslum þ.e. ef viðkomandi bíll veldur ekki mengun eða er augljóslega ekki lýti á umhverfi.
Meira

Feykir 40 ára í dag

Í dag eru 40 ár liðin frá því að fyrsta tölublað Feykis kom út 10. apríl 1981 en í kjölfarið var haldinn stofnfundur hlutafélags um útgáfu á frjálsu, óháðu fréttablaði á Norðurlandi vestra þar sem rúmlega þrjátíu hluthafar skráðu sig. Í stjórn voru kosnir Hilmir Jóhannesson, Hjálmar Jónsson og Jón F. Hjartarson.
Meira

2.500 sumarstörf fyrir námsmenn

Fjölbreytt sumarnám og sumarstörf verða í boði fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sumar, sem lið í aðgerðum stjórnvalda til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Stjórnvöld ætla að ná til þess hóps námsmanna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sumar og munu verja tæpum 2,4 milljörðum kr. í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn.
Meira

Ræsi verða sett á Heggstaðaveg í stað brúar

Áætlað er að setja tvö ræsi á Heggstaðavegi í stað mjórrar brúar sem þar er í dag en Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir verkið hjá Húnaþingi vestra. Í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs kemur fram að fyrir liggi samþykki bæði Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu á framkvæmdinni ásamt samþykki landeigenda.
Meira

Fávitar og framúrskarandi hugsuðir - Leiðari Feykis

Það er kominn þriðjudagur, fyrsti vinnudagur eftir páskahelgi. Ég sit fyrir framan tölvuna og klóra mér í höfðinu yfir því um hvað ég ætti nú að skrifa. Ýmislegt hefur gerst á fáum dögum eins og afnám nauðungarvistunar á sóttvarnarhóteli, ný gossprunga á Reykjanesinu og fleiri og fleiri munstra sig í Fávitavarpið, en svo kallast Facebookhópur sem safnar „skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft,“ eins og segir í lýsingu hópsins. „Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum,“ segir jafnfram þar.
Meira