Allir með sitt hlutverk í framleiðslunni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, SiggaSiggaSigga
25.04.2021
kl. 10.00
Hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson búa á bænum Birkihlíð í Skagafirði. Þar reka þau Birkihlíð kjötvinnslu – Brjáluðu gimbrina, í gamla fjósinu sínu, og var það nafn til sem skírskotun til ástandsins í sauðfjárræktinni. Þar eru þau búin að koma sér upp fullbúinni kjötvinnslu og eru að vinna í því að klára aðstöðu þar við hliðina þar sem verður löggilt eldhús. Einnig eru þau að vinna í því að koma sér upp lítilli búð fyrir framan kjötvinnsluna því fólk sækir mjög í að heimsækja þau til að kaupa sér kjöt í matinn.
Meira