V-Húnavatnssýsla

Svartbaunaborgari og föstudagspizza

Matgæðingur í tbl 8 á þessu ári var Arnar Þór Sigurðsson en hann er fæddur og uppalinn í Skagafirði en býr í dag í Mosfellsbæ með kærstunni sinni, Þórdísi Ólafsdóttur. Arnar starfar sem kerfisstjóri hjá Origo en Þórdís sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands.
Meira

Hundadagar :: Leiðari Feykis

Hundadagar hófust í síðustu viku, þann 13. júlí, og standa til 23. ágúst nk. eða í sex vikur sléttar og marka tiltekið skeið sumars um heitasta tímann á norðurhveli jarðar. Margir telja nafnið tilkomið vegna Jörundar hundadagakonungs en það er reginmisskilningur. Hið rétta er að nafnið er komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja sem settu sumarhitana í samband við stjörnuna Síríus, sem Íslendingar kölluðu hundastjörnuna og mun vera bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Stóri-hundur sem um þetta leyti árs fór að sjást á morgunhimninum.
Meira

Hannyrðir hafa fylgt mér alla ævi

Ég er alin upp á Flateyri við Önundarfjörð og flutti til Skagastrandar um vorið 1994 ásamt manni mínum, Guðmundi Finnbogasyni, og þremur börnum. Ég starfa við félagsstarfið á Skagaströnd og sinni gæslu við sundkennslu þegar hún er í gangi. Ég er mikið fyrir hannyrðir og prjóna mikið á barnabörnin, þau eru orðin sex að tölu. Ef ég byrja á einni peysu þá enda ég með að klára sex peysur,“ segir Ásthildur Gunnlaugsdóttir sem segir lesendum frá því hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Samkomutakmarkanir vegna Covid taka gildi á miðnætti

Það fór eins og reiknað var með að ríkisstjórnin ákvað að grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar Covid-smita síðustu daga. Megininntak aðgerðanna er í takt við tillögur sóttvarnalæknis og líkt og óttast var eru samkomutakmarkanir meginefni aðgerðanna; hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og nálægðarregla tekin upp þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi. Reglurnar taka gildi á miðnætti sunnudaginn 25. júlí – eftir tíu klukkustundir.
Meira

Fjölbreytt atvinna fyrir alla!

Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að. Við brugðumst við af krafti með öflugum vinnumarkaðsaðgerðum, brúuðum bilið og vorum tilbúin þegar landið byrjaði að rísa að nýju.
Meira

Folaldafille með brokkolísalati og sveppasósu

Matgæðingur í tbl 7 á þessu ári var Friðrik Már Sigurðsson en hann býr á Lækjamóti í Húnaþingi vestra ásamt eiginkonu sinni, Sonju Líndal Þórisdóttur, og tveimur börnum. Friðrik situr í sveitarstjórn og í byggðarráði í Húnaþingi vestra og er einnig meistaranemi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Ekki nóg með það þá eru bústörfin, tamningar og þjálfun hesta eitthvað sem hann sinnir ásamt öllu hinu.
Meira

Karlafótbolti á Króknum og Hvammstanga í dag

Nú fer að styttast í afturendann á keppnistímabili tuðrusparkara og í dag fara fram tveir leikir á Norðurlandi vestra. Fyrst mæta Tindastólsmenn glaðbeittum Garðbæingum á Sauðárkróksvelli í 13. umferð 3. deildarinnar og seinni part dags mætir Kormákur/Hvöt vinalegum Vatnaliljum í D-riðli 4. deildar en leikurinn fer fram á Kirkjuhvammsvelli.
Meira

Tuðrusparkarar bætast í hópa norðanliðanna

Leikmannaglugginn er galopinn í fótboltanum og norðanliðin hafa verið að leitast eftir því að styrkja sig fyrir lokaátökin framundan. Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við karlalið Tindastóls og sömuleiðis hafa tveir kappar bæst í hópinn hjá Kormáki/Hvöt. Áður hefur verið sagt frá viðbótinni sem Stólastúlkur fengu.
Meira

Ríkisstjórnin ákveður aðgerðir vegna Covid í dag

Loksins þegar lífið virtist vera að færast í eðlilegt horf eftir kófþrungna mánuði og glimrandi gang í bólusetningum dúkkaði Covid-veiran upp á ný. Síðustu daga hefur talsvert verið um smit og eru þau um 150 síðustu tvo daga. Staðan er þannig þegar þessi frétt er skrifuð að 371 er í einangrun, 1043 í sóttkví og 1234 í skimunarsóttkví. Þrír eru á sjúkrahúsi. Sóttvarnarlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnismiða með tillögum um aðgerðir og fundar ríkisstjórnin á Egilsstöðum í dag kl. 16 þar sem ákveðið verður til hvaða aðgerða verður gripið.
Meira

Selatalningin mikla á sunnudaginn

Selatalningin mikla á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga verður haldin sunnudaginn 25. júlí nk. Allir er hvattir til að taka þátt og með þátttöku gefst fólki kostur á að skoða landsel í sínu náttúrulega umhverfi.
Meira