Vel heppnaðir nýnemadagar á Hólum

Frá nýnemadögum á Hólum. MYND: HÓLAR.IS
Frá nýnemadögum á Hólum. MYND: HÓLAR.IS

Í frétt á vef Háskólans á Hólum er sagt frá því að tekið var á móti nýjum nemendum frá öllum deildum á nýnemadögum, sem voru dagana 30. ágúst til 1. september. Farið var yfir verklag í háskólanámi og gefið yfirlit um störf og samfélag skólans.

Í fréttinni segir að meðal annars hafi verið rætt um mikilvægi skólans fyrir menningu og atvinnulíf, ekki síst fyrir sérsvið skólans sem snerta mikilvægar starfsgreinar í samfélagi nútímans.

Heimild: Hólar.is

 

 

 

 

 

Fleiri fréttir