V-Húnavatnssýsla

Hefur þú kynnt þér Sóknaráætlun Norðurlands vestra?

Gildandi sóknaráætlun landshlutans var samþykkt haustið 2019 og gildir árin 2020-2024. Að vinnunni við gerð hennar komu vel á fimmta hundrað íbúar landshlutans bæði með þátttöku í vefkönnun sem og fundum sem haldnir voru víða um landshlutann. Í áætluninni eru settar fram megin áherslur í þróun svæðisins byggt á fjórum megin málaflokkum, atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmálum, umhverfismálum og menntamálum og lýðfræðilegri þróun. Áætlunin er leiðarljós við úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði landshlutans sem og við skilgreiningu áhersluverkefna.
Meira

Melló Músíka í kvöld

Það verður mikil tónlistarveisla í félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld þegar að Melló Músíka fer fram. Um er að ræða lið í Eld í Húnaþingi þar sem heimafólk úr Húnaþingi vestra treður upp og flytur fjölbreytt lög. Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólksins á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló Músíka.
Meira

Ástrós Elísdóttir ráðin til SSNV

SSNV hefur ráið Ástrós Elísdóttur til sín sem verkefnisstjóra sóknaráætlunar landshlutans og atvinnuráðgjafa. Greint er frá ráðningunni á heimasíðu SSNV. Ástrós er með MA próf í ritlist frá Háskóla Íslands, BA próf í leikhúsfræður frá Listadeild Háskólans í Bologna, viðbótardiplomanámi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og leiðsögumannanámi frá Leiðsöguskóla Íslands.
Meira

Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra

Birgir Jónasson hefur verið skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí. Það er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra sem skipar hann í embættið.
Meira

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.
Meira

Eldur í Húnaþingi hefst í dag

Eldur í Húnaþingi er hátíð í Húnaþingi vestra sem hóf göngu sína árið 2003 og verður því eldurinn tendraður nú í 19. sinn. Hátíðin hefur tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin haldin sem unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungu fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda. Hátíðin hefur vissa fasta viðburði sem hafa einkennt hátíðina frá upphafi en auk þess er bryddað upp á ýmsum nýjungum eða rykið dustað af gömlum!
Meira

Er enska ofnotuð í íslenskri ferðaþjónustu?

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að undafarin ár hafa erlendum ferðamönnum fjölgað talsvert (ef við horfum framhjá Covid-tímum) og þar með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í ferðaþjónustu. Til að sinna þessum fjölda ferðamanna þarf vinnuafl og þegar illa hefur gengið að ráða íslenska starfsmenn hefur verið leitað út fyrir landsteinanna að starfsfólki.
Meira

Fjöldi viðburða á Skúnaskralli – barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra

Dagana 14.-24. október verður haldin barnamenningarhátíðin Skúnaskrall á Norðurlandi vestra. Hátíðin er áhersluverkefni sóknaráætlunar landshlutans en hún fékk jafnframt veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði og nýtur stuðnings sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu fyrir börn, menningu með börnum og menningu skapaða af börnum. Verður þetta í fyrsta skiptið sem hátíð af þessum toga verður haldin á Norðurlandi vestra. Verkefnisstjórar eru Auður Þórhallsdóttir, Ástrós Elísdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið verkefnisins er að auka kolefnisbindingu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Meira

Snúruflækjur kerfisins

Við skiptum landinu upp í níu löggæsluumdæmi. Til að halda skipulagi. Héraðsdómstólarnir eru reyndar átta. Ekki níu, eins og umdæmi lögreglunnar, heldur átta eins og landshlutar sveitarstjórnarstigsins. Sem tengjast þeim ekki neitt.
Meira