V-Húnavatnssýsla

Auglýst eftir umsóknum um styrki í Húnasjóð

Húnaþing vestra auglýsir á heimasíðu sinni eftir umsóknum um styrki í Húnasjóð vegna ársins 2021 en umsóknir skulu fram með rafrænum hætti á síðunni og skal skilað inn eigi síðar en 8. júlí nk. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.
Meira

Listi VG samþykktur í Norðvesturkjördæmi

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, en listinn var samþykktur á fjölsóttum fundi á Hótel Laugabakka í Miðfirði í gær. Bjarni sagði meðal annars í ræðu á fundinum að til framtíðar lægju miklir möguleikar í sterkara VG á sveitarstjórnarstiginu og samvinnu landsmálanna og sveitarstjórnamálanna.
Meira

Fjórði sigurleikur Kormáks/Hvatar í röð

Kormákur/Hvöt sigraði sinn fjórða leik í röð þegar að þeir lögðu lið Breiðhyltinga, KB, af velli í Blönduósi á laugardaginn. Leikurinn fór 3:1 fyrir heimamönnum en þeir skoruðu öll sín þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. KB menn minnkuðu síðan muninn um miðjan seinni hálfleik en það dugði ekki til. 
Meira

Sveðjustaðir í Miðfirði (Sveigisstaðir) - Torskilin bæjarnöfn

Þetta er vafalaust breytt nafn frá því upprunalega, þótt nú sje það svo algengt að annað þekkist ekki og þannig er það í yngstu jarðabókunum (sjá J., Ný Jb.). Fyrsta vitni er landamerkjabrjef milli Svertingsstaða og Sveðjustaða frá árinu 1478 og frumskjalið er til á skinni (DL VL 137).
Meira

The phoenix factor – Fönix áhrifin

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og Nes listamiðstöð bjóða til fyrirlesturs breska fræðimannsins David Kampfner, frá Háskólasetri Vestfjarða, í Gamla kaupfélaginu á Skagaströnd mánudaginn 14. júní kl. 17. Fyrirlestur Davids nefnist Finding the Phoenix Factor: Industrial Heritage Conservation in Iceland.
Meira

Fjöldatakmarkanir rýmkaðar og nándarreglan styttist

Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að á sitjandi viðburðum verði engin nándarregla en öllum skylt að bera grímu. Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund, þ.e. til miðnættis.
Meira

Ráðherra lætur vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að láta vinna Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti og var sú ákvörðun kynnt á aðalfundi Orkuklasans nýverið, en nýting vetnis og rafeldsneytis var aðalefni fundarins.
Meira

Íslandsmótið í hestaíþróttum á Hólum í Hjaltadal

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna hestaíþróttum árið 2021 fer fram dagana 30. júní - 4. júlí á Hólum í Hjaltadal. Mótið í ár verður með öðru sniði en undanfarin ár, en einungis 30 efstu knapar og hestar á landinu fá þátttökurétt í hverri grein. Svo um er að ræða mót einungis þeirra bestu.
Meira

Víðsýni er öllum til happs

Þegar ég var yngri maður en ég er í dag fór ég snemma að hafa áhuga á þjóðmálum, þeim málum sem eru í gangi í þjóðfélaginu og í mínu heimahéraði. Ég myndaði mér skoðanir á ákveðnum hlutum, varði þær síðan og studdi eins og íþróttalið. Ef einhver hafði út á þær skoðanir að setja hafði hann einfaldlega bara rangt fyrir sér og ég rétt. Síðan fór ég í framhaldsskóla, kynntist nýju fólki, prófaði nýja hluti og öðlaðist víðari sýn á hlutina.
Meira

Sumarið í sveitinni - Frábær bók í ferðalagið

Búast má við því að margir verði á faraldsfæti í sumar og þeysi um sveitir landsins. Þau Guðjón Ragnar Jónasson, sem starfar sem forstöðumaður við Háskólann og Bifröst, og Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, ákváðu þegar vart sást út úr Kófinu að skrifa barnabókina Sumarið í sveitinni.
Meira