V-Húnavatnssýsla

Frelsið og jörðin

Frelsið er grundvallarþáttur í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsi til búsetu, frelsi til mennta, frelsi til atvinnu, frelsi til viðskipta og frelsi til athafna. Innifalið í athafnafrelsinu m.t.t. hinna dreifðu byggða landsins, skyldi vera frelsi til að stunda þá búgrein sem hentar viðkomandi bújörð og þar sem viðkomandi ábúandi getur nýtt og virkjað menntun sína, reynslu og áhugasvið.
Meira

„Blaðið birtist fyrst á óvenju miklum átakatímum,“ segir Ingi Heiðmar, dyggur áskrifandi Feykis í 40 ár

Í tilefni afmælistímamóta Feykis var ákveðið að hafa upp á einum áskrifanda sem fengið hefur blaðið inn um lúguna frá upphafi og kom þá nafn Inga Heiðmars Jónssonar upp í hugann en hann getur hæglega talist fulltrúi Húnvetninga, Skagfirðinga og brottfluttra í lesendahóp blaðsins. "Ég álít að þetta blað hafi skilað íbúunum drjúgum ávinningi," segir hann.
Meira

Fékk boltann beint í höfuðið og steinlá í grasinu - Liðið mitt Helena Magnúsdóttir

Það er nú ekki ónýtt að hafa fyrrverandi meistaradeildarleikmann Breiðabliks í sjúkrateymi Tindastóls, bæði í fótbolta og körfu en Helena Magnúsdóttir eða Lena sjúkraþjálfari, hefur sinnt því hlutverki um margra ára bil. Hún starfar við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki en passar upp á leikmenn kvenna og karla þess utan með sínu árangursríka nuddi. Á heimasíðu KSÍ má finna fótboltaferil Lenu sem hófst hjá Breiðablik í 1. deild kvenna árið 1994 og þar á hún alls 32 meistaraflokksleiki fram til 1999 er deildin kallaðist Meistaradeild kvenna. Lena svarar spurningum í Liðinu mínu.
Meira

Gleðilega hvítasunnu

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju og markaði hátíðin upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga. Síðar varð hún að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda, segir í svari Vísindavefsins við spurningunni: Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?
Meira

Öruggur sigur Kormáks Hvatar

Lið Kormáks Hvatar tók á móti Vængjum Júpíters á Sauðárkróksvelli í dag í D-riðli 4. deildar. Leikurinn var bráðfjörugur og útlit fyrir að Húnvetningar séu til alls líklegir í sumar. Þeir voru 3-1 yfir í hálfleik, komust síðan í 4-1 en gestirnir löguðu stöðuna örlítið undir lokin og úrslitin því 4-2.
Meira

„Förum fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar inn í sumarið“

Lið Kormáks Hvatar spilaði fyrsta leikinn í D-riðli 4. deildar um liðna helgi en þá mættu þeir liði Léttra á Hertz-vellinum í Breiðholtinu. Áður en keppni hófst sendi Feykir nokkrar spurningar á Ingva Rafn Ingvarsson sem tók við þjálfun liðsins nú á vordögum eftir smá sviptingar á þjálfaramarkaðnum. Hann segir lið sitt fara fullt sjálfstrausts og tilhlökkunar inn í sumarið.
Meira

SSNV og SSNE taka þátt í Nýsköpunarvikunni

Dagana 26. maí til 2. júní mun nýsköpunarvikan fara fram um allt land og munu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV og Samtök sveitarfélaga Norðurlandi eystra, SSNE taka þátt í henni. Í boði verða fjölbreyttir rafrænir viðburðir sem tengjast nýsköpun á einn eða annan hátt.
Meira

Málmey SK 1 landaði rúmum 124 tonnum

Í aflafréttum er það helst að alls var landað tæpum 283 tonnum á Króknum, þar af voru 22.404 kg af grásleppu og strandveiðimenn náðu samanlangt 11.755 kg á land. Drangey SK 2 og Málmey SK 1 lönduðu samanlagt tæpum 238 tonnum en Málmey SK 1 var aflahæst með rúm 124 tonn. Uppistaða aflans var karfi og ufsi og var hún meðal annars á veiðum á Halanum. Á Skagaströnd var landað tæpum 64 tonnum, rúmum 18 tonnum af grásleppu og tæpum 35 tonnum frá standveiðimönnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var Onni HU 36 með rúm 11 tonn. Einn bátur landaði á Hvammstanga, Steini G HU 45, 4.763 kg af grásleppu og fimm bátar lönd- uðu á Hofsósi alls 10.836 kg. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 362.913 kg.
Meira

Náttúruminjasafn Íslands þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til verndar líffræðilegri fjölbreytni

Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 22. maí dag líffræðilegrar fjölbreytni, en meiri ógn steðjar nú að fjölbreytileika lífríkis á jörðinni en nokkru sinni á okkar tímum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Jafnframt kemur fram að vísindamenn telji að allt að ein milljón tegunda sé í útrýmingarhættu.
Meira

Matvælastofnun biður um tilkynningar um dauða villtra fugla

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.
Meira