V-Húnavatnssýsla

Tvö ár síðan að Húnaþing vestra tók á móti sýrlenskum fjölskyldum

Um þessa mundir eru liðin tvö ár frá því að Húnaþing vestra tók á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum með samningi við félags- og barnamálaráðuneytið um móttöku kvótaflóttafólks. "Þessi tvö ár hafa verið gefandi og lærdómsrík fyrir allt samfélagið", segir á vef Húnaþings vestra.
Meira

Örlítið raus um sinu - Áskorendur Hartmann Bragi Stefánsson og og Ólöf Rún Skúladóttir Húnaþingi

„...það ætti að vera knippi af henni í fánanum okkar“ sagði Jón Gnarr í sýningu sinni Ég var einu sinni nörd, og talaði þar um hinn stórvaxna og tignarlega snarrótarpunt. Á meðan norðanáttin ríkir hér á landi með sinn þurrakulda gengur vorið hægt í garð. Nýgræðingur lítið kominn af stað þegar þetta er skrifað, og aðeins gulbrúna sinuna að sjá í úthögum. Það var útsýnið á sinuna út um stofugluggann sem kveikti hugmynd að einhverju að skrifa um, þar sem eftir langan umhugsunarfrest var enn fátt um góðar hugmyndir.
Meira

Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn

Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Ræktum Ísland - Hringferð um landið hefst í kvöld

Fyrsti fundur í hringferð um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, fer fram í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kl. 20 í kvöld. Á morgun fer fram fundur á Ísafirði en alls er boðað til tíu opinna funda um allt land á næstu 16 dögum. Einn fundur verður haldinn á Norðurlandi vestra og mun fara fram á Blönduósi þann 8. júní.
Meira

RML gefur út fræðsluefni fyrir holdgripabændur

Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur gefið út fræðsluefnisbækling fyrir holdagripabændur, en undanfarið hafa starfsmenn RML unnið að gerð hans. Í bæklingunum er snert á flötum eins og beitarskipulagi, nautum og kvígum til ásetnings, áhrifum holdafars á frjósemi, fráfærur, uppeldi og margt fleira.
Meira

36 bátar á strandveiðum í síðustu viku á Norðurlandi vestra

Á Króknum var landað rúmum 507 tonnum í síðustu viku og var Drangey SK 2 aflahæst með rúm 204 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Þá landaði einnig Silver Fjord tæpum 150 tonnum af rækju og Málmey SK 1 var með rúm 137 tonn af þorski. Tíu strandveiðibátar lönduðu á Króknum, alls 13.261 kg, og einn bátur landaði 2.981 kg af grásleppu. Á Skagaströnd voru 24 strandveiðibátar sem lönduðu tæpum 39 tonnum. Aflahæsti báturinn á Skagaströnd var eini báturinn sem var á línuveiðum, Óli á Stað GK 99, og landaði 5.099 kg. Tveir bátar lönduðu á Hofsósi og voru þeir báðir á strandveiðunum með alls 2.533 kg. Á Hvammstanga lönduðu einnig tveir bátar en annar þeirra var á grásleppuveiðum með 2.501 kg og hinn á dragnótarveiðum með alls 2.568 kg. Alls var landað 558.913 kg á Norðurlandi vestra.
Meira

Opið hús í Útibúinu, skrifstofusetri á Hvammstanga

Á dögunum greindi SSNV frá því að búið væri að velja nafn á skrifstofusetrið sem sett hefur verið upp í húsnæði Landsbankans, Höfðabraut 6, á Hvammstanga. ÚTIBÚIÐ er nafnið sem var valið eftir að óskað hafði verið eftir tillögum að nafni.SSNV býður fólki á opið hús í Útibúinu á morgun, 3. Júní frá 16-18.
Meira

Vilja sjóð sem styrkir uppbyggingu íþróttamannvirkja á landsbyggðinni

Á 339. fundi Sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var miðvikudaginn 12. maí 2021 lagði Magnús Vignir Eðvaldsson sveitarstjórnarfulltrúi N-listans fram bókun þar sem skorað er á stjórnvöld að komið verði á fót sjóði sem styrkir minni sveitarfélög á landsbyggðinni til uppbyggingar íþróttamannvirkja.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður með lægsta meðaldurinn á Norðurlandi vestra

Byggðastofnun hefur uppfært íbúafjöldamælaborð sitt með mannfjöldatölum Hagstofu Íslands frá 1. janúar 2021. Í mælaborðinu eru byggðakjarnar og sveitarfélög sýnd á korti og upplýsingar um íbúafjölda, kynjaskiptingu og aldursdreifingu birtast þegar músarbendill er færður yfir svæði á kortinu.
Meira

Félagsmót og úrtaka fyrir fjórðungsmót undirbúin

Nú eru hestamannafélögin á Norðurlandi vestra farin að undirbúa sín félagsmót sem einnig eru auglýst sem úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands en það mót verður haldið 7.-11. júlí í sumar. Skagfirðingur ríður á vaðið og heldur sitt mót um næstu helgi.
Meira