V-Húnavatnssýsla

Haraldur Benediktsson – endurnýjað traust

Leiðinlegasti þátturinn í stjórnmálastarfi að mínu mati er keppni milli samherja og vina um sæti á framboðslista og þá sérstaklega prófkjör. Jafn nauðsynleg og sjálfsögð og þau geta verið draga þau oft fram neikvæðustu hliðar stjórnmálanna.
Meira

Skólabílinn úr malardrullunni

Um 1.800 börn og ungmenni víða um landið sækja grunnskóla í sínu sveitarfélagi með skólaakstri, hvern skóladag, allt skólaárið. Vegalengdirnar eru mismunandi og vegirnir misgóðir. Á sumum leiðum er fyrir fjölda barna um tugi kílómetra að fara hvora leið og víða skrölt á holóttum malarvegum yfir rysjótta vetrarmánuði.
Meira

Hvernig viljum við sjá framtíð landbúnaðar?

Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfstætt samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi.
Meira

Íbúafundur og kynning í Húnaþingi vestra á hugmyndum um nýtingu vindorku

Íbúafundur um nýtingu vindorku í landi Sólheima í Dalabyggð verður haldinn þriðjudaginn 15. júní klukkan 17:00 í Tangarhúsi á Borðeyri, Húnaþingi Vestra.
Meira

Það er líf í landinu

Svo að landsbyggðin vaxi og dafni er mikilvægt að til staðar sé öflug byggðastefna ásamt góðum fjarskiptum og góðu vegakerfi. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið sem finna má í byggða- fjarskipta og samgönguáætlunum. Hægt er að fylgjast með framgangi þessara áætlana á nýrri heimasíðu sem haldið er úti af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Vefurinn er undir léninu vegvisir.is og er gagnvirkur upplýsingarvefur þar sem hægt verður að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.
Meira

Sumaropnunartímar sundlauga á Norðurlandi vestra

Nú þegar sumarið er komið í fullt swing er gott að kynna sér opnunartíma sundlauganna á Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi vestra eru glæsilegar sundlaugar sem enginn verður svikin af að heimsækja. 
Meira

Heitavatnslaust í Hrútafjarðaveitu þann 8. júní

Heitavatnslaust verður í Hrútafjarðaveitu þriðjudaginn 8. júní kl 8 vegna framkvæmda á borholu á Reykjartanga.
Meira

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi

Viðreisn kynnir nú framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fara fram þann 25. september. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, leiðir listann. Í 2. sæti er Bjarney Bjarnadóttir, kennari, Starri Reynisson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, situr í 3. sæti listans og Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sálfræðinemi, er í 4. sæti.
Meira

Kynningarfundur um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur boðað til kynningarfundar 10. júní í safnaðarheimili Hvammstangakirkju á niðurstöðum starfshóps um framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi og starfshóps um fjölnota rými í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra.
Meira

Kormákur/Hvöt á sigurbraut í fjórðu deildinni

Kormákur/Hvöt lagði leið sína í Fagralundinn í Kópavogi Laugardagskvöldið 5. Júní sl. þar sem að liða Vatnalilja tók á móti þeim í D-riðli 4. Deildarinnar. Leikurinn endaði 1:2 fyrir Kormák/Hvöt.
Meira