V-Húnavatnssýsla

Svartþrestir bárust til Norðurlands með óveðri síðustu viku

Svo virðist vera sem lægðin, er skall á landið fyrir helgi, hafi gripið með sér fjölda farfugla sem væntanlega hafa verið á leið yfir Norðursjó milli Bretlandseyja, Danmerkur og Noregs, og beint þeim til landsins. Sagt er á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra að sennilegast hafi fuglarnir í fyrstu borist langt í norður og svo smám saman rangsælis um lægðarmiðjuna frá norðri til vesturs og svo aftur til suðurs upp að norðurströnd Íslands. Margir þeirra enduðu á Norðurlandi vestra.
Meira

Guðjón S. Brjánsson gefur ekki kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Ég hef setið á Alþingi Íslendinga frá alþingiskosningunum 2016 fyrir Samfylkinguna – Jafnaðarmannaflokk Íslands í Norðvesturkjördæmi. Á þeim tíma hef setið sem 1. varaforseti Alþingis og unnið í allsherjar- og menntamálanefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd ásamt því að hafa verið formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
Meira

Erfitt að sækja sjóinn í síðustu viku

Það var rólegt á miðunum í síðustu viku enda sóttu fáir sjóinn. Það héldu margir að vorið væri komið en þó það styttist óðfluga í það þá minnti vetur konungur allhressilega á sig seinni part vikunnar og var því aðeins hægt að sækja sjóinn í byrjun síðustu viku.
Meira

Rakel og Harri Karlson – Leiðari Feykis

Mörg ævintýrin hafa skemmt fólki um allan heim í gegnum aldirnar og ekki síst um hinar ýmsu almúgastúlkur sem á endanum giftust konungsonum eftir ýmis misalvarleg atvik. Nærtækt dæmi er ævintýrið um Öskubusku sem átti fremur leiðigjarna ættingja er lögðu hana í grimmt einelti. En eins og í góðu ævintýri höguðu örlögin því þannig að hún kynntist prinsinum fagra að endingu og þau lifðu hamingjusöm upp frá því.
Meira

Öllum skylt að sótthreinsa hendur áður en matur er sóttur á hlaðborðið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 18. mars og byggja í meginatriðum á tillögum sóttvarnalæknis sem fela fyrst og fremst í sér auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði. Þá eru einnig gerðar ríkari kröfur til sóttvarnaráðstafana þar sem boðið er upp á hlaðborð.
Meira

Grískur matarþáttur

Matgæðingur í tbl 44, 2020 var Rakel Sunna Pétursdóttir. Hún er ættuð úr Vestur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekið Þórukoti í Víðidal. Rakel Sunna býr núna í Reykjavík með kærastanum sínum og litla bróður en þar stundar hún nám við snyrtifræðibraut Fjölbrautaskóla Breiðholts.
Meira

25,4 milljónir á Norðurland vestra úr húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður opinberaði fyrir helgi styrkveitingar sínar fyrir árið 2021 en fjöldi umsókna var 361 og hafa aldrei verið fleiri. Á heimasíðu Minjastofnunar kemur fram að að veittir hafi verið alls 240 styrkir, samtals 305.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Alls fengu 20 verkefni á Norðurlands vestra 25,4 milljónir króna.
Meira

Billegur áróður þingmanns Samfylkingarinnar

Nú í aðdraganda alþingiskosninga er kunnuglegt stef farið að hljóma úr ranni vinstriflokkanna gegn íslenskum sjávarútvegi. Aðförin að greininni, og þar með lífsviðurværi mörg þúsund Íslendinga landið um kring, byggir á því að þjóðin fái ekki nægjanlega mikið í sinn hlut af arði fiskveiðiauðlindarinnar. Á þeim nótum var grein Guðjóns S Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hann birti í héraðsmiðlum Norðvesturkjördæmis í síðustu viku.
Meira

Leit Fuglaverndar að Fugli ársins 2021 er hafin!

Fuglar eru hluti af daglegu lífi fólks, flestir eiga sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur. Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verður sigurvegarinn kynntur með fjaðrafoki og látum á sumardaginn fyrsta.
Meira

Dekurdýr sem yljar hjartanu

Það eru fáir sem ekki eiga orðið gæludýr í dag en gæludýraeign hefur án efa margvísleg áhrif á okkur bæði andlega og líkamlega, sérstaklega á þessum furðulegu tímum sem við lifum í í dag. Hundar eru með vinsælustu gæludýrunum og þurfa þeir flest allir daglega hreyfingu en það á ekki við um hundinn hennar Lee Ann Maginnis, sem neitar að fara út ef það er blautt og leiðinlegt veður. Lee Ann er dóttir Jóhönnu G. Jónasdóttur, kennara í Blönduskóla, og Jóns Aðalsteins Sæbjörnssonar (Alla), eftirlitsmanns hjá Vinnueftirlitinu. Hún býr á Blönduósi ásamt syni sínum og krúttlega Pug hundinum Míu sem er mikið dekurdýr.
Meira