Gleðilegt sumar

Að fornu voru aðeins tvær árstíðir – sumar og vetur sem skiptu árinu á milli sín. Og já - nú er komið að þeim helmingi sem sumar þekur. Í dag er sumardagurinn fyrsti. Þá var einnig forn siður að skiptast á gjöfum. Sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið helsti hátíðisdagurinn minn. Og já – sama hvernig viðrar. Fyrir mér er sumarið komið – tími vonar og nýs upphafs.

Það er því á þessum degi sem ég býð mig fram til forystu hjá VG í norðvesturkjördæmi í prófkjöri sem hefst nú á miðnætti á vg.is. Fyrir mig ber því þessi dagur með sér von. Og já – vonandi nýtt upphaf.

Ég er keppnismaður að eðlisfari – ég sé fyrir mér ótal tækifæri fyrir hinar dreifðu byggðir Íslands. Ég trúi á nýtt upphaf – nú þegar farsóttartímanum lýkur í sumar. Og já – ég þarf þinn stuðning til þess að koma hugmyndum mínum í verk.
Kjósum fólk sem vill starfa fyrir allt kjördæmið.

Með sumarkveðjum,
Bjarni Jónsson

Fleiri fréttir