V-Húnavatnssýsla

Fyrsta sjónvarpsþáttasería fyrir börn tekin upp og framleidd á Akureyri

Upptökur á glænýrri íslenskri sjónvarpsþáttaröð fyrir börn hófust í síðustu viku hjá N4 á Akureyri og er það í fyrsta sinn sem vitað er að slíkt sjónvarpsefni sé að fullu unnið utan Höfuðborgarsvæðisins. Þættirnir eru gerðir í samstarfi við fræðslusvið þjóðkirkjunnar sem sr. Hildur Björk Hörpudóttir stýrir, og nefnast Himinlifandi.
Meira

Meirihluti stúdenta telja heilsu sína góða á tímum COVID-19

Niðurstöður skoðanakönnunar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti lét gera fyrr í vetur í samvinnu við Landssamband íslenskra stúdenta sýna að meirihluti stúdenta, rúmlega 54%, meti andlega heilsu sína góða eða mjög góða og að rúmlega 76% svarenda hafi ekki viljað vinna meira en þau gerðu síðasta sumar.
Meira

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra flytur á Vesturlandið

Dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að Gunnar Örn hafi frá árinu 2015 verið yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi og staðgengill lögreglustjóra, þar til að hann tók við embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra árið 2017.
Meira

Glúmur Baldvinsson skipar oddvitasæti fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn

Í tilkynningu frá Frjálslynda lýðræðisflokknum kemur fram að Glúmur Baldvinsson muni skipa oddvitasæti fyrir Frjálslynda lýðræðisflokkinn (X-O) í komandi alþingiskosningum. Glúmur er með BA gráðu í stjórnmálafræði og hagfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í alþjóðasamskiptum og evrópufræðum frá London School of Economics og MA gráðu í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum frá University of Miami.
Meira

Hann er kóngurinn!

Hefur þú einhvertíma séð Maine Coon kött? Held að hann hafi þá ekki farið framhjá þér því það sem einkennir þá tegund er einna helst hvað þeir eru stórir, síðhærðir, oft með mikinn makka (kraga), loðið skott og svokallaðar „tufdir” á eyrunum. En þeir eru einstaklega blíðir og góðir og ekki að ástæðulausu að þeir séu oft kallaðir „The Gentle Giants“. Reynir Kárason á Sauðárkróki á einn slíkan sem heitir Nökkvi en Feyki langaði aðeins að forvitnast meira um hann.
Meira

Kjúklingaréttur og pavlóvur

Matgæðingur vikunnar í tbl 1 á þessu ári var Róbert Smári Gunnarsson, sonur Elvu Bjarkar Guðmundsdóttur og Gunnars Braga Sveinssonar, og er bæði Fljótamaður og Króksari. Róbert býr í Skagafirðinum og stundar nám við Háskólann á Hólum. „Ég hef gaman af því að elda og baka og hef gaman af að prófa mig áfram. Amma mín, Imba Jós, naut þess ágætlega (held ég) í sumar, þegar ég reyndi að sýna listir mínar fyrir henni í eldhúsinu. Hugsa það hafi hafi gengið bærilega, allavega samkvæmt henni sjálfri og Bjögga frænda,“ segir Róbert Smári.
Meira

Bjarni Jónsson sækist eftir 1. sæti í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

Ég gef kost á mér til að leiða framboðslista VG í NV kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar í 1. sæti og óska eftir stuðningi til þess í forvali hreyfingarinnar sem framundan er. Ég tel mig hafa víðtæka reynslu og þekkingu á málefnum landsbyggðarinnar og vil gjarna beita kröftum mínum í þágu kjördæmisins.
Meira

Niðurskurði vegna riðu á Vatnshóli lokið

Síðari hluti niðurskurðar á Vatnshóli fór fram í gær en eins og sagt hefur verið frá greindist riða á bænum fyrr á árinu en þar voru um 925 fjár. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að niðurskurðurinn og flutningur hafi gengið vel og samkvæmt áætlun.
Meira

Beðist er velvirðingar á endalausum Fjölni

Fermingarblað Feykis ætti nú að vera komið til flestra lesenda og vonandi er fólk sátt með blaðið. Að þessu sinni er þó beðist velvirðingar á því að bókaþátturinn sem séra Fjölnir svaraði af brakandi snilld varð pínu endasleppur og hafa fáeinir lesendur gert athugasemd af þessu tilefni.
Meira

Heimild fyrir 100 viðskiptavinum í lyfja- og matvöruverslunum

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð um breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem veitir lyfja- og matvöruverslunum heimild til að taka á móti að hámarki 100 viðskiptavinum að uppfylltum öðrum skilyrðum reglugerðarinnar, í stað 50 áður. Óbreyttar reglur gilda í öðrum verslunum.
Meira