Átta sóttu um lögreglustjóraembættið á Norðurlandi vestra

Átta umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra sem auglýst var laust til umsóknar 27. mars síðastliðinn. Gunnar Örn Jónsson, fráfarandi lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, flutti sig um set og var skipaður í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl. Sigurður Hólmar Kristjánsson, einn umsækjanda gegnir nú stöðunni sem settur lögreglustjóri.

Umsækjendur um embættið eru:

Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir – aðstoðarsaksóknari
Birgir Jónasson – löglærður fulltrúi
Helgi Jensson – aðstoðarsaksóknari
Hildur Sunna Pálmadóttir – lögfræðingur

Karl Óttar Pétursson - lögfræðingur
Magnús Barðdal – útibússtjóri
Sigurður Hólmar Kristjánsson, settur lögreglustjóri
Stefán Ólafsson – lögfræðingur

Hæfnisnefnd sem hefur ráðgefandi hlutverk í ráðningarferlinu mun nú fara yfir umsóknirnar.

Fleiri fréttir