V-Húnavatnssýsla

Tartalettur, kjúklingur í sweet chili rjómasósu og geggjaður eftirréttur

Matgæðingar í 41. tölublaði ársins 2018 voru þau Steinunn Valdís Jónsdóttir og Sigurður Ingi Ragnarsson, búsett á Sauðárkróki.  Steinunn og Sigurður eiga fjögur börn sem voru þegar þátturinn var gefinn út á aldrinum 13 - 23 ára. Þau gáfu þau okkur uppskriftir að þremur réttum sem þau sögðu fljótlegar og vinsælar hjá fjölskyldumeðlimum.
Meira

Minnkað rennsli frá kaldavatnstanki á Hvammstanga

Undanfarna daga hefur vatnshæðin í kaldavatnstanki fyrir Hvammstanga farið lækkandi. Ástæða þess er sú að minna vatn kemur frá Grákollulind auk þess sem kaldavatnsnotkun er óvenjumikil.
Meira

Kormákur/Hvöt leitar þjálfara

Knattspyrnusumarið 2021 er handan við hornið og nú býðst metnaðarfullum þjálfara tækifæri til að setja mark sitt á það. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar horfir spenntur til sumarsins, þar sem stefnt er að því að gera enn betur en síðustu leiktíðir.
Meira

Umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna framlengdur til 15. febrúar 2021

Auglýst hefur verið eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna en markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsókna- og þróunarverkefni. Styrkir verða veittir til rannsókna- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.
Meira

Keppt verður um VÍS BIKARINN í körfunni

Í dag var Tryggingafélagið VÍS kynnt til sögunnar sem nýr bakhjarl Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) og því ljóst að framundan verður barist um VÍS BIKARINN í bikarkeppni KKÍ. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem VÍS styður við KKÍ með þessum hætti. „KKÍ hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hafa vinsældir körfuboltans aukist jafnt og þétt. Ljóst er að mikil samlegð er í áherslum KKÍ og VÍS í lýðheilsu. VÍS beinir því spjótunum að forvörnum, samfélaginu til heilla ─ en íþróttir eru frábær forvörn, fyrir líf og sál,“ segir í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í dag.
Meira

Eigendur hrossa minntir á að sjá þeim fyrir aðgangi að vatni

Matvælastofnun vekur athygli á því að vegna viðvarandi frostatíðar eru hrossahólf nú víða orðin vatnslaus og er breytinga ekki að vænta á næstu dögum. Því minnir stofnunin á skyldur eigenda og umráðamanna til að sjá hrossum á útigangi fyrir aðgangi að vatni eða snjó til að tryggja heilsu þeirra og velferð.
Meira

Ný úrgangsstefna: Endurvinnslusamfélag

Framtíðarsýnin þarf að vera skýr: Sjálfbær nýting auðlinda, þar sem hugað er að góðri nýtingu hráefna og löngum endingartíma vöru strax við hönnun og framleiðslu. Ný úrgangsstefna innleiðir kerfi sem ýtir undir deilihagkerfið, viðgerðir, endurnotkun og endurvinnslu. Hún ýtir undir að við umgöngumst úrgang sem verðmæti sem hægt er að búa til eitthvað nýtt úr. Þetta er það sem kallað er hringrásarhagkerfi, þar sem hráefnin eru notuð hring eftir hring. Slíku hagkerfi þarf að koma á í stað línulegs framleiðsluferlis, þar sem vörur eru notaðar, oft í stuttan tíma, og þeim síðan einfaldlega hent. Hættum slíkri sóun.
Meira

Gaukar þú mat að garðfuglum? Fuglatalning um helgina

Hin árvissa Garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst á morgun 29. janúar og stendur til mánudagsins 1. febrúar en þá eru fuglavinir hvattir til að skrá fugla sem líta við í garðinn í eina klukkustund og senda Fuglavernd talningartölurnar. Velja má þann dag sem best hentar á þessu tiltekna tímabili. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að nú sé hart í ári hjá mörgum fuglum sem þreyja þorrann á landinu og eru fuglavinir hvattir til að gauka að þeim fóðri og fersku vatni reglulega.
Meira

Bjargráðasjóður greiðir styrki

Bjargráðasjóður hefur greitt 442 milljónir króna í styrki vegna mikils kal- og girðingatjóns veturinn 2019-2020. Mikið tjón varð á ræktarlandi og girðingum á tímabilinu og því hafði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, frumkvæði að því að sjóðnum yrðu tryggðar 500 milljónir til að koma til móts við bændur og það tjón sem þeir urðu fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Meira

Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum

Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um tíu ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný.
Meira