V-Húnavatnssýsla

Skaflasteik og eftirréttur óbyggðanna

„Við þökkum fyrir áskorunina frá Steinunni og Sigga. Stefán hefur í gegnum tíðina ferðast mikið á fjöllum og er uppáhaldsmaturinn hans svokölluð skaflasteik. Það er því kærkomið að segja ykkur frá því hvernig slík steik er matreidd en hana má grilla jafnt í holu í jörðinni sem og í holu sem grafin er í skafl. Eftirrétturinn er svo réttur sem varð til úr afgöngum í hálendisgæslu Skagfirðingasveitar sumarið 2015 en við erum bæði virkir félagar í björgunarsveitinni,“ sögðu þau Hafdís Einarsdóttir, kennari við Árskóla, og Stefán Valur Jónsson, starfsmaður Steypustöðvarinnar á Sauðárkróki sem voru matgæðingar Feykis í 44. tbl. ársins 2018.
Meira

Rannveig Sigrún söng til sigurs

Óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér vel á skemmtilegri Söngkeppni NFNV sem haldin var á sal skólans í gærkvöldi. Keppendur voru tólf og fluttu þeir tíu ansi ólík lög. Keppninni var streymt beint en vegna tæknilegra örðugleika tafðist keppnin um 30 mínútur. Það var Rannveig Sigrún Stefánsdóttir sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari.
Meira

Prjónuð póstkort hjá Textílmiðstöð Íslands

Við hitum upp fyrir Prjónagleðina 2021 með því að bjóða upp á spennandi prjónanámskeið með Deborah Gray á netinu. Langar þig að prófa eitthvað nýtt í prjóni, stíga aðeins útfyrir boxið og láta reyna á hugmyndaflugið? Hvernig líst þér á að læra að hanna og prjóna þín eigin póstkort? Þú gætir jafnvel eignast prjónapennavin sem þú skiptist á fallega útprjónuðum póstkortum við.
Meira

Rjómalagaður kjúklingaréttur, eplapæ og hollt nammi

Matgæðingar í 43. tbl Feykis árið 2018 voru þau Linda Björk Ævarsdóttir og Kristján Steinar Kristjánsson á Steinnýjarstöðum í Skagabyggð. „Við eigum fjögur börn á aldrinum 16-27 ára. Erum með hefðbundinn búskap, aðalega mjólkurkýr, en eigum líka nokkrar kindur og hesta. Einnig er ég lærður ZUMBA danskennari,“ sagði Linda Björk en þau hjón gáfu okkur þrjár spennandi uppskriftir. „Kjúklingarétturinn er frá móður minni, Rögnu, og mikið vinsæll á okkar heimili, á eftir lambalærinu.“
Meira

Fjölbreytni Norðvesturkjördæmis og staða landbúnaðar

Að flatarmáli talið er Norðvesturkjördæmi stærsta kjördæmi landsins. Það er jafnframt eitt erfiðasta kjördæmið yfirferðar. Í kjördæminu er fjölbreytt atvinnulíf en jafnframt mörg vannýtt tækifæri til sjávar og sveita. Til þess að greiða fyrir þeim tækifærum þarf að efla uppbyggingu innviða. Átaks er þörf í samgöngum, raforku og heilbrigðisþjónustu. Sjálfsögð þjónusta eins og hitaveita, vatnsveita og fjarskipti þarf að vera í boði fyrir alla íbúa. Það er nauðsynlegt til þess að kjördæmið sé samkeppnishæft.
Meira

Endurskoðaður rammasamningur ríkis og bænda undirritaður

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, undirrituðu í dag samkomulag um breytingar á rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins. Samkomulagið er hluti af endurskoðun búvörusamninga.
Meira

Vísindi og grautur - „Behavior-Smart Thinking for the Travel Industry”

Fjórða erindi vetrarins hjá ferðamáladeild Háskólans á Hólum í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur verður haldið miðvikudaginn 10. febrúar næstkomandi kl: 13:00. Þar mun Milena S. Nikkolova, sérfræðingur í atferlishagfræði (behavior economics) og dosent við háskólann í Groningen í Hollandi fjalla um notkun „behaviour-smart thinking“ við ákvörðunartöku innan ferðamálafræðinnar. Hún er höfundur bókarinnar „Behavioral Economics for Turism“ sem kom út hjá Academic Press í október á síðasta ári.
Meira

Nýjar ræktunaraðferðir í grænmetisframleiðslu fá styrki

Lóðréttur landbúnaður með vatnsræktun, færanleg gróðurgöng og lengri uppskerutími gulróta með hitalögnum er á meðal nýrra ræktunaraðferða í garðyrkju sem fengu í gær ræktunarstyrki að upphæð 15 milljóna króna samtals. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði átta styrkjum til verkefna í dag.
Meira

Kyndilmessa boðar ekki gott - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir febrúar

Í gær klukkan 14 mættu átta til fundar í Veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík til að spá fyrir veðri febrúarmánaðar. Samkvæmt skeyti spámanna voru fundarmenn almennt nokkuð sáttir við síðustu spá þó svo það hafi orðið heldur meira úr veðri en gert var ráð fyrir. Tunglið sem nú er ríkjandi kviknaði 13. janúar í norðaustri en næsta tungl kviknar í vestri þann 11. febrúar og nefnist það Góu-tungl.
Meira

Gæti þurft að loka sundlauginni á Hvammstanga

Húnahornið segir af því að ef kuldatíðin sem verið hefur í Húnavatnssýslum haldi áfram gæti komið til þess að sundlauginni á Hvammstanga verði lokað tímabundið. Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra í fyrradag fór Benedikt Rafnsson veitustjóri yfir stöðuna á vatnsveitunni í sveitarfélaginu. Hann greindi m.a. frá því að notkun á heitu vatni hafi aukist mikið í kuldakastinu, sem hefur haft áhrif á notendur á Hvammstanga. Til að mæta aukinni heitavatnsnotkun hafi hitastigið í sundlauginni verið lækkað.
Meira