V-Húnavatnssýsla

Feykir kominn í rafrænt form

Rafrænn Feykir er nú fáanlegur í áskrift á netinu og hægt að velja um þrjár áskriftir. Í fyrsta lagi áskrift að prentútgáfunni, sem einnig gefur aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is, í öðru lagi aðgang að rafrænum Feyki og öllum læstum fréttum á Feyki.is og loks rafrænn aðgangur að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inni á Feyki.is.
Meira

Hrímnir er annað liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Þá er komið að liði númer tvö sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 en þar er á ferðinni hið magnaða lið Hrímnis sem endaði í öðru sæti á síðasta ári. Fremstur í flokki Hrímnis fer Þórarinn Eymundsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum og reiðmeistari FT.
Meira

Skagafjörður í 4. sæti hamingjulistans yfir búsetuskilyrði - Ný könnun landshlutasamtaka

Sagt var frá því hér á Feyki.is í gær að Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður væru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Vífill Karlsson, annar skýrsluhöfunda, hefur tekið saman helstu niðurstöður fyrir Norðurland vestra.
Meira

Öðruvísi öskudagur

Nú fer að líða að skemmtilegustu dögum ársins, bollu-, sprengi- og öskudegi en samkvæmt almanakinu verða þeir í næstu viku. Eins og svo oft áður setur kórónuveirufaraldurinn strik í reikninginn og hafa Almannavarnir af þeim sökum gefið út hugmyndir að öðruvísi öskudegi. Mælt er með að haldið verði upp á daginn á heimavelli, í skólanum, frístundaheimilinu eða félagsmiðstöðinni.
Meira

Vestmannaeyingar, Akureyringar og Eyfirðingar ánægðastir í nýrri könnun landshlutasamtaka

Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður eru þau svæði sem best koma út í heildarstigagjöf í nýrri skoðanakönnun meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum.
Meira

Sveitarstjórnarráðherra vill auka svigrúm sveitarfélaga

Húnahornið flytur frétt af því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Markmið frumvarpsins eru einkum þríþætt: Að auka svigrúm sveitarfélaga til að ráðast í auknar fjárfestingar, auðvelda sveitarfélögum að koma til móts við rekstraraðila í greiðsluerfiðleikum og að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað og tekið ákvarðanir við óvenjulegar aðstæður, m.a. á tímum heimsfaraldurs.
Meira

Húnaklúbburinn fær Evrópustyrk

Við tilkynnum með stolti að Húnaklúbburinn og Óríon hafa fengið Erasmus+ styrk vegna verkefnisins Leiðin að rótunum. Ungmennaráðin í Húnaþingi vestra og í Pyhtää í Finnlandi munu vinna saman að því að hvetja æskuna til aukinnar lýðræðisþátttöku, til að taka meiri þátt í að móta samfélög sín og búa ungmenni undir samskipti við stjórnvöld og aðra menningarheima í alþjóðlegu umhverfi. Verkefnið hlaut alls styrk upp á €137.000 (27.374.220 íslenskra króna) fyrir árin 2021 og 2022.
Meira

Fækkar á Norðurlandi vestra

Lítilsháttar fækkun varð á, Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Norðurlandi eystra frá 1. desember 2020 til 1. febrúar sl. samkvæmt samantekt Þjóðskrár Íslands. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði aftur á móti um 0,2% eða um 376 íbúa en mest hlutfallsleg fjölgun var á Vestfjörðum eða um 0,3% eða um 18 íbúa.
Meira

Katrín Sif vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, vill leiða Pírata í Norðvesturkjördæmi. Katrín Sif er fjörtíu og fimm ára hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir gift Aðalsteini Ingólfssyni og samtals eiga þau átta börn. Sem stendur starfar hún sem ljósmóðir í mæðravernd og sinnir heimafæðingaþjónustu. Katrín Sif var formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands og sat í stjórn félagsins á árunum 2017-2019 og leiddi á þeim tíma mjög harða kjarabaráttu þar sem áhersla var lögð á að allt skyldi vera uppi á borðum, á gagnsætt ferli með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi.
Meira

ÍSLENSK KJÖTSÚPA, JÁ TAKK!

Norðvesturkjördæmi spannar stórt landsvæði með fjölbreytt landslag, fallega náttúru, mikla möguleika og áskoranir. Kjördæmið býður upp á margbreytileg atvinnutækifæri og sóknarfærin eru mörg. Í þessari yfirferð langar mig aðeins að tala um landbúnað, sem er ein af grunnstoðum atvinnulífs og byggðar í kjördæminu.
Meira